Aðalfundur Grænu orkunnar

Aðalfundur Grænu orkunnar fór fram miðvikudaginn 10. apríl síðastliðinn. Á fundinum voru tveir nýir stjórnarmenn kjörnir sem munu sitja í tvö ár fyrir hönd atvinnulífsins en það voru þau Gunnar Valur Sveinsson, Samtökum ferðaþjónustunnar, og María Jóna Magnúsdóttir, Bílgreinasambandinu. Græna orkan býður þau velkomin til starfa og þakkar jafnframt Gunnari Páli Stefánssyni hjá Mannviti fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin tvö ár.

Að loknum aðalfundinum hélt Erik Lorentzen, Norska rafbílasambandinu fyrirlestur um þróun rafbílavæðingar í Noregi og næstu skref hennar til framtíðar. Um 70 manns mættu á fyrirlesturinn en einnig var streymt frá fundinum í beinni útsendingu á Facebook. Hér má finna upptöku af fyrirlestrinum og hér má nálgast glærur Eriks á pdf sniðmáti.

Mikilvægt að hlaða rafbíl rétt

Það er afar mikilvægt að rafbílaeigendur fari rétt að við hleðslu bifreiða sinna og samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda og Mannvirkjastofnuna. Vert er að minna á það nú þegar tveir rafbílar brunnu til kaldra kola við Kjalarvog í vikunni vegna rangrar hleðsluaðferðar. Í tilefni af þessu sendi BL frá sér tilkynningu þar sem brýnt er fyrir eigendum og notendum rafbíla að standa rétt að hleðslu þeirra.

Hér má finna leiðbeiningar frá Mannvirkjastofnun um hleðslu rafbíla og raflagnir.

Norðmenn styðja við vetnisvæðingu ferja

Image result for fiskerstrand hydrogen ferge

Undanfarin ár hafa Norðmenn unnið að því hörðum höndum að draga úr kolefnisfótspori í samgöngu á landi og hafi og þar hefur norska Vegagerðin leikið lykilhlutverk, enda eru ferjur hluti af vegakerfi landsins. Síðan 2016 hafa nokkur verkefni sprottið upp sem miða að hönnun og smíði skipa sem ekki hafa í för með sér útblástur (e. zero emission) og ætluð eru til siglinga á lengri leiðum en þeim sem bátar búnir rafhlöðum geta sinnt. Þar má helst nefna verkefnið HYBRIDShip sem mun sjósetja vetnisferju árið 2020.

Nánar um þetta og þróun vetnis- og rafhlöðutækni fyrir skip í grein DNV GL, sem ber heitið Power ahead with hydrogen ferries.

Samkeppni rafbílaframleiðenda harðnar

Volkswagen hef­ur unnið að nýrri tækni til höfuðs Tesla síðan síðla árs 2015. Ekki er þó um að ræða raf­magns­bíl held­ur bíl­grind sem ber nafnið MEB. Ætlunin er að 50 nýj­ar gerðir raf­magns­bíla verði smíðaðar utan um MED fyr­ir árið 2025. Þar að auki á VW í viðræðum við fjölda bíla­fram­leiðenda um að leyfa þeim að not­ast við nýju bíl­grind­ina. Það verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu ár.

Nánar um VW og samkeppni við Tesla í frétt mbl.is.

Opel Corsa verður rafbíll

Næsta útgáfa Opel Corsa bifreiðarinnar verður rafdrifin en Michael Lohscheller, framkvæmdastjóri Opel/Vauxhall, staðhæfir að allar týpur Vauxhall og Opel mun að einhverju leyti verða rafdrifnar – hvort sem er tvinnbílar eða hreinir rafbílar – árið 2024. Ráðgert er að rafmagns útgáfa Opel Corsa komi á markað 2019 eða 2020.

Sjá nánar í umfjöllum mbl.is og CarBuyer.

Þjóðhagsleg hagkvæmni rafbílavæðingar

Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa undanfarið ár unnið að verkefni um greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar og hafa smíðað líkan sem metur áhrif af beitingu mismunandi hagrænna hvata stjórnvalda, s.s. ívilnunum, sköttum og gjöldum.

Niðurstöður greiningarinnar verða kynntar á opnum fundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. nóvember kl. 9 – 10.30. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg til að meta næstu skref í orkuskiptum í samgöngum.

Fundurinn er ókeypis og öllum opinn. Skráning til þátttöku fer fram á vef Samorku.

Ísland verði í farabroddi í orkuskiptum

Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, fjallaði á dögunum í leiðara um rafvæðingu bílaflotans. Hún sagði meðal annars:

Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi.

Sjá nánar hér.

 

Raf­bíla­eig­end­ur hlaða flest­ir bíla sína á mesta álags­tíma

Raf­bíla­eig­end­ur hlaða flest­ir bíla sína á mesta álags­tíma raf­orku­kerf­is­ins. Sé raf­orku­álag­inu hins veg­ar stýrt get­ur Orku­veit­an vel annað 50.000 raf­bíl­um. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í loka­verk­efni Kristjáns E. Eyj­ólfs­son­ar til BS-gráðu í raf­magns­tækni­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Sjá nánar í frétt á mbl.is.