Ný Vestmannaeyjaferja verður rafdrifin

Vegagerðin tilkynnti í gær að ný Vestmannaeyjaferja verði útbúin stærri rafgeymum og tengibúnaði þannig að unnt verði að hlaða ferjuna í landi og sigla þannig milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fyrir rafmagni eingöngu.

Þetta eru sannarlega gleðifréttir! Sjá nánar í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Image result for herjólfur mynd

Verkefni um rafdrifna ferju í Noregi styrkt af Horizon 2020

Nýverið var tilkynnt að NCE Maritime CleanTech í Noregi hefði hlotið 11,5 milljón evra styrk úr Horizon 2020 prógrammi Evrópusambandsins til að þróa rafdrifna ferju sem ganga mun á milli Stavanger og Hommersåk.

Við hjá Grænu orkunni hlökkum til að fylgjast með verkefninu á næstu árum. Sjá nánar í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Fyrsti rafvæddi leigubíllinn í London

Nýlega afhenti The London Electric Vehicle Company (LEVC) leigubílstjóranum David Harris lykla að fyrsta rafvædda leigubíl Lundúna borgar. Bíllinn er af gerðinni TX og segir Harris að hann muni spara 5-600 pund á mánuði sem annars færu í eldsneytiskaup. Afhendingin kemur til að reglu sem tók gildi um síðastliðin áramót, en samkvæmt henni þurfa nýir leigubílar að geta haft útblástur innan við 50 grömm CO2 á ekinn kílómeter og hafa 30 mílna drægi með þetta útblástursgildi. Þetta kallast zero emission capable.

Sjá nánar í frétt Climate Action.

 

GreenFleet Magazine útnefnir Renault rafbílasmið ársins

 Green­Fleet Magaz­ine útnefndi Renault nýlega rafbílasmið ársins 2017. Verðlaun Green Fleet koma í kjöl­far fleiri verðlauna sem Renault hef­ur hlotið fyr­ir raf­­bíla sína, en What Car? út­nefndi Zoe besta raf­magns­bíl­inn 2017 og jafn­framt besta notaða raf­magns­bíl­inn 2018. Þá út­nefndi Autocar Zoe frum­kvöðul árs­ins 2017 og Par­kers kaus hann þann um­hverf­i­s­væn­asta 2018.

Sjá nánar í frétt mbl.is og CleanTechnica.

Dubai borg kynnir ívilnanir fyrir rafbíla

Orkuveita og Vegagerð Dubai borgar kynntu nýverið áætlun um ívilnanir fyrir rafbíla sem miðar að því að auka hlut þeirra í í samgöngum í 2% fyrir 2020 og 10% fyrir 2030. Þar meðal má nefna ókeypis rafhleðslu til loka árs 2019, ókeypis rafhleðsla til loka árs 2019, afnot af ókeypis bílastæðum víða um borgina auk undanþágu frá greiðslu vegatolla og bifreiðagjalda afnot af sérmerktum bílastæðum víða um borgina auk undanþágu frá greiðslu vegatolla og bifreiðagjalda. Sjá nánar hér.

Munu raforkugeymslur við hraðbrautir flýta fyrir útbreiðslu hleðslustöðvanets um meginland Evrópu?

Breska fyrirtækið Connected Energy hefur nú í samstarfi við Renault sett upp tvær hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla við hraðbrautir í Belgíu og Þýskalandi. Þar eru nýttar notaðar rafhlöður úr Renault bifreiðum. Til stendur að fjölga stöðvunum umtalsvert um meginland Evrópu og Bretlandseyjar á næstu mánuðum.

Sjá nánar í frétt á visir.is og Connected Energy.