Obama veitir fé til uppbyggingar rafinnviða í BNA

Obama hefur samþykkt að  veita allt að 4,5 milljörðum Bandaríkjadala til uppbyggingar rafinnviða og eflingu hleðlustöðva um land allt. Með þessari aðgerð er vonast til að slá megi á svokallaðan drægisótta (e. range anxiety) og er henni einnig ætlað að gera Bandaríkjamönnum kleift að ferðast um land allt og stranda á milli á hreinum rafbílum fyrir árið 2020.

Sjá nánar í frétt Bloomberg.

Orkusjóður auglýsir eftir styrkjum til uppbygginga innviða fyrir rafbíla

Orkusjóður hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla á landsvísu. Þetta er eitt af 16 verkefnum sem kynnt voru sem hluti af sóknaráætlun ríkisstjórnar í loftslagsmálum í desember síðastliðnum.

Sjá auglýsingu Orkusjóðs hér.

 

 

Vorfundur Landsnets 5. apríl 2016

Græna orkan vill vekja athygli á árlegum vorfundi Landsnets sem að þessu sinni verður haldinn 5. apríl á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 9-11. Að þessu sinni verður fjallað um hlutverk raforku í tengslum við stöðu loftslagsmála á Íslandi og áskoranir varðandi þróun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins.

Sjá dagskrá og skráningarsíðu hér.

Heim

Vetnisvæðing bílasamgangna í Danmörku

Í sumar verður hægt að keyra alla leið frá Skagen til Kaupmannahafnar á vetni – rúmlega 400 km – og verður Danmörk þar með fyrsta ríki heims, þar sem þetta verður hægt. Net 12 vetnisstöðva, sem verður tilbúið í vor, gerir Dönum þetta kleift. Vetnisvæðing landsins er lykilþáttur í stefnu Dana að verða óháðir notkun jarðefnaeldsneytis fyrir árið 2050. Þó svo vetnið sé í dag innflutt frá Þýskalandi mun það breytast á næsta ári með tilkomu vetnisstöðvar í Hobro sem mun nota vindorku til að framleiða vetni með rafgreiningu.

Sjá nánar um vetnisvæðingu Dana í frétt á mbl.is.

Úr frétt á mbl.is

Floti bandaríska sjóhersins notar 10% lífdísil

Bandríski sjóherinn heldur ótrautt áfram með áætlanir um að nota blöndu dísil og lífdísils á flota sinn, þrátt fyrir lágt olíuverð undanfarið. Sjóherinn fékk fyrir þremur árum styrk til þess að byggja þrjár hreinsunarstöðvar sem sjá áttu flotanum fyrir lífdísil en síðan þá hefur olíuverð fallið um 70% og gagnrýnisraddir orðnar háværar. Herinn lætur sig það engu skipta og segir ákvörðunina ekki einungis hafa verið tekna út frá umhverfisverndarsjónarmiðum heldur einnig hafi verið horft til þess að eldsneytissparnaður fækki ferðum í hafnir til áfyllingar og auki um leið orkusjálfstæði sitt.

Sjá nánar hér.

USS Princeton refuels with biofuel in 2012 [Image: U.S. Navy via Flickr]

Mynd: Herskipið USS Princeton fær lífdísiláfyllingu (US Navy á Flickr)

Örfyrirlestrar um endurnýjanlegt innlent eldsneyti og eldsneytiseftirlit

Græna orkan býður félögum til örfyrirlestra í Orkugarði fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 14.

Dagskráin verður eftirfarandi:

  • Eftirlit OS með endurnýjanlegu eldsneyti – Ágústa Loftsdóttir, Orkustofnun
  • Endurnýjanlegt metanól CRI – Benedikt Stefánsson, CRI
  • Framtíðar íblöndun í vistvænt eldsneyti – Sigurður Eiríksson, Íslenskt eldsneyti
  • Dísileldsneyti úr lífrænum úrgangi – Sigurður Ingólfsson, Lífdísill
  • Lífdísilvörur Orkeyjar – Teitur Gunnarsson, Mannvit
  • Metanframleiðsla Sorpu bs. Sjálfbærasti kosturinn? – Bjarni Hjarðar, Sorpa
  • Vistorka – veseni breytt í verðmæti – Guðmundur H. Sigurðarson, Vistorka
Reiknað er með að hver fyrirlestur taki um 10 mínútur og tími gefist fyrir 1-2 spurningar. Í lok dagskrár verða umræður og tækifæri til frekari fyrirspurna.
Aðgangur er ókeypis en skráning til þátttöku skal berast til amk@newenergy.is.

Vindknúnir Renault rafbílar á skosku Hebrides eyjum

Íbúar skosku Hebrides eyjanna eru vanir roki og hafa nú tekið sig til og beislað það. Pentland Road wind farm hefur sett upp sex vindmyllur sem framleiða rafmagn á Renault rafbíla. Rafbílana, sem eru af tegundinn Zoe og Kangoo, má svo leigja í lengri eða styttri ferðir um eyjarnar. Verkefnið hefur það að markmiði að útvega gestum og íbúum eyjanna endurnýjanlega orku og nýta til þess staðhætti.

Sjá nánar hér.

Renault Zoe electric car on the Outer Hebrides

H2ME – Samevrópskt verkefni um vetni

Hydrogen Mobility Europe (H2ME), verkefni sem miðar að því að innleiða vetni í samgöngum á landi, var formlega hleypt af stokkunum nú í september mánuði, Verkefnið sameinar helstu vetnisbílaframleiðendur heims (Daimler, SymbioFCell, Hyundai, Honda, Intelligent Energy og Nissan) og framleiðendur innviða (Air Liquide, H2Logic, HYOP, Linde og fleiri). H2ME mun á næstu fjórum árum reisa 29 nýjar vetnisstöðvar í 10 löndum (Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi) og 200 bílar, að lágmarki, verða settir í umferð á tímabilinu.

Sjá nánar á vefsíðu H2ME