Ívilnanir brýnn stuðningur við rafbílasölu

Í Danmörku hefur rafbílasala minnkað verulega síðan um áramót, en þá runnu úr skattalegar ívilnanir vegna rafbílakaupa úr gildi. Í desember 2015, á síðustu dögum ívilnana, seldust 1.588 rafbílar, en 68 í janúar 2016.

Þetta kemur fram í rannsókn zero2 á meðal 55 bílasala en rannsóknin varpaði einnig ljósi á mikinn þekkingarmun á rafbílum á meðal sölumanna rafbílasala.

Sjá nánar í frétt mbl.is, Gas2 og tölur yfir rafbílasölu hjá EV Obsession.

Enn ívilna vestræn ríki jarðefnaeldsneyti

Þrátt fyrir áratugalanga umræðu um gróðurhúsaáhrif og hnattræna hlýnun er jarðefnaeldsneyti víða enn ívilnað sem gerir það að verkum að það vistvænt eldsneyti og endurnýjanlegir orkugjafar eru síður samkeppnishæft á markaði. Nú í síðustu viku á fundi G20, hópi 20 ríkja með stærstu hagkerfi heims, tókst enn ekki að ná sátt um hvernig draga mætti úr ívilnunum  vegna jarðefnaeldsneytis. Þar stóðu Sádi Arabar helst í vegi fyrir því að samkomulag næðist þrátt fyrir að þeir hafi þegar byrjað að draga úr niðurgreiðslu á jarðefnaeldsneyti heima fyrir.

Sjá nánar í frétt Washington Post.

Þingsályktunartillaga um orkuskipti kynnt á vorþingi

Þingsályktunartillaga um orkuskipti var lögð fram á lokadögum vorþingsins til kynningar en hún er hluti af sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Tillagan er unnin í samstarfi við Grænu orkuna, samstarfsvettvang um orkuskipti og felur hún í sér markmið um orkuskipti á landi, láði og legi sem ná allt til ársins 2030.    Í tillögunni er aðgerðaráætlun í 25 liðum sem miða að því að draga kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og er m.a. stefnt að því að endurnýjanleg orka í samgöngum á landi verði 30% og 10% á hafi árið 2030.
Sjá þingsályktunartillöguna í heild sinni hér.

2 af hverjum 3 nýjum bílum í Noregi eru vistvænir bílar

Löngu er orðið ljóst að ívilnanir í Noregi fyrir vistvæna bíla hafa skilað árangri. Þar eru bifreiðar af þessu tagi undanþegar söluskatti, virðisaukaskatti og skráningargjöldum. Þar að auki greiða eigendur þeirra ekki fyrir bílastæði, ferjuferðir eða vega-, brúar- og gangnatolla. Nú í mars síðastliðnum voru tveir af hverjum þremur seldum nýjum bifreiðum í Noregi ýmist hreinir rafbílar eða tvinnbílar. Ívilnanir þessar eru liður í áætlun Norðmanna um að gera samgöngur á landi kolefnislausar fyrir árið 2025 og draga úr CO2 losun um 40% miðað við árið 1990. Margar þjóðir mættu taka þá sér til fyrirmyndar í stefnumyndum um orkuskipti í samgöngum.

Sjá nánar hér og frétt hér.

New York fylki ívilnar rafbílum

Í fjárhagsáætlun New York fylkis fyrir fjárhagsárið 2016-7 er í fyrsta skiptið gert ráð fyrir ívilnunum vegna kaupa á rafbílum. Í boði er endurgreiðsla sem nemur allt að $2000 vegna kaupa á tvinnbílum og hreinorkubílum. Hingað til hefur ríkisstjórn fylkisins hvatt til uppbyggingar rafbílainnviða fyrir almenning en það hefur skilað litlum árangri. New York fylgir í kjölfar nágrannafylkjanna Connecticut, Delaware, Rhode Island og Massachusetts sem hafa ívilnað rafbílum um tíma.

Sjá nánar hér.

Hlutfall vistvænna bíla í Noregi aldrei hærra

Markaðshlutdeild vistvænna bíla er hvergi hærri en í Noregi og voru þeir 17,1% (tæplega 26.000 talsins) nýskráðra bíla árið 2015. Söluhæstu tegundirnar voru VW Golf, Tesla model S, Nissan Leaf, BMW i3 og Renault Zoe en Norðmenn hafa náð gríðarlegum árangri í rafbílavæðingu bílaflota almennings undanfarin ár með veitingu hagrænna hvata á borð við niðurfellingu virðisaukaskatts og innflutningstolla, bílastæðagjalds og fleira.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Noregspóstur kaupir 240 rafbíla

Norski pósturinn hefur nú fest kaup á 240 Renault Kangoo Maxi ZE rafbílum og verða þeir afhentir í vikunni í Osló. Er þetta liður í stefnu fyrirtækisins að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2020 miðað við losun þess árið 1990. Losun norska póstsins nemur um 1% af heildarkoltvísýringslosun konungsríkisins alls og hlýtur þessi aðgerð því að teljast mikilvægt skref í átt að takmarki norska póstsins.

Sjá nánar á mbl.is og hjá Renault.

Danir ívilna vetnisbílum til 2018

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita áfram skattaafslátt vegna kaupa á vetnisbílum til ársins 2018, en til stóð að gildistími ívilnana yrði til ársloka 2015. Þessu fagnar sérstaklega fyrirtækið H2 Logic sem rekur í dag 7 vetnisstöðvar víðs vegar um Danmörku og gerir ráð fyrir að opn 4 til viðbótar á næsta ári.

Sjá nánar í fréttatilkynningu H2 Logic.

Allir nýir bílar verði kolefnisfríir árið 2025 í Noregi

Allir nýir bílar skulu vera kolefnisfríir frá árinu 2025; þetta er einn liður í viðleitni Oslóborgar til þess að draga úr útblæstri gróðuhúsalofttegunda. Þetta kom fram í ræðu Ola Elvestuen, norsks þingmanns, á EV Roadmap 8 ráðstefnu í Portland í Bandaríkjunum í liðinni viku. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í lok árs 2014 markmið um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 40% miðað við árið 1990 fyrir 2030. Þar sem 97% norskrar raforku er nú þegar framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum (vatnsorku) þarf að horfa til samgangna til að minnka kolefnisútblástur. Á meðal markmiða Oslóborgar eru:

  • faratæki til almenningssamgangna noti vistvæna orkugjafa (kolefnislausa) fyrir 2020
  • leigubifreiðar noti eingöngu hreina orku fyrir 2022
Til þess að ná þessum markmiðum hefur norska ríkisstjórnin sett ýmsar ívilnanir vegna rafbíla, sem hafa borið árangur en í dag eru rafbílar í Noregi rúmlega 66.000.
Nánar um fréttina hér.