Viðburður 30. september: Orkuskipti á flugvöllum

May be an image of airplane

Þann 30. september næstkomandi kl. 12 mun Græna orkan í samstarfi við Isavia og Verkís standa fyrir vefviðburði þar sem umræðuefnið verður orkuskipti á flugvöllum. Á fundinum mun Olav Mosvold Larsen, framkvæmdastjóri Avinor Carbon Reduction Programme halda erindi ásamt fulltrúum frá Isavia og verkfræðistofunni Verkís.

Fundarstjóri verður Gunnar Valur Sveinsson, Samtökum ferðaþjónustunnar.

Nánari upplýsingar um fundinn verða birtar þegar nær dregur en áhugasamir eru hvattir til að taka daginn frá

Hádegisviðburður GO og OS hlýtur viðurkenninguna “Viðburður í jafnvægi” frá KÍO

Viðburður Grænu orkunnar og Orkustofnunar hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera viðburður í jafnvægi en um er að ræða viðurkenningu stjórnar Kvenna í orkumálum. Viðburðurinn sem hlýtur viðurkenninguna verður haldinn næstkomandi fimmtudag 22. nóvember í Orkugarði, Grensásvegi 9 kl. 11.30-13.00 og ber yfirskriftina Orkuskipti: þáttur fluggeirans og framtíðarhorfur.

Stjórn félagsins Konur í orkumálum hrinti nú í haust af stað verkefninu „Viðburður í jafnvægi“. Félagið hefur skoðað skiptingu kynja meðal fyrirlesara og fundarstjóra á viðburði GO og OS 22. nóvember og gleðst yfir því að kynjajafnrétti sé í hávegum haft. Félagið vill því lýsa því yfir að þessi viðburður flokkast sem „Viðburður í jafnvægi“ og hlýtur þar með Jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum.

Á vef félagsins Konur í orkumálum er hægt að lesa nánar um jafnréttisstimpilinn.

Hádegisfyrirlestur 22. nóvember um orkuskipti og fluggeirann

No automatic alt text available.

Nú er komið að 6. viðburði í fyrirlestraröð Orkustofnunar og Grænu orkunnar um orkuskipti!

Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:00. Efni fundarins að þessu sinni og yfirskrift er Orkuskipti: þáttur fluggeirans og framtíðarhorfur. Þrír sérfræðingar munu halda stutt erindi:

Valur Klemensson, Isavia
Anna Margrét Björnsdóttir Samgöngustofa
Þórður Þorsteinsson Verkís

Fundarstjóri verður Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar.

Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja. Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Sjá hér viðburð á Facebook. Þar má einnig horfa á upptöku frá fundinum.

Í þessari frétt á mbl.is var fjallað um fundinn og rætt við fyrirlesara að honum loknum um orkuskipti í flugsamgöngum.

Losun frá hagkerfi mest á Íslandi 2016

Ísland er það ríki inn­an ESB og EFTA svæðis­ins sem var með mesta los­un kolt­ví­sýr­ings (14 tonn CO2) frá hag­kerfi á ein­stak­ling árið 2016. Los­un hef­ur auk­ist vegna auk­ins flugrekst­urs og skipa­flutn­inga frá ár­inu 2012. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Á Íslandi er los­un­in að stærst­um hluta frá flugi og fram­leiðslu málma, en los­un frá málm­fram­leiðslu kem­ur til vegna bruna kola í raf­skaut­um. Kolt­ví­sýr­ings­los­un frá hag­kerf­inu á ein­stak­ling hafi því farið vax­andi frá ár­inu 2016.