Tilnefningar óskast til Nýsköpunarverðlauna Samorku 2023!

Samorka óskar eftir tilnefningum til Nýsköpunarverðlauna Samorku, sem afhent verða á sérstökum nýsköpunarviðburði í haust og verður dagsetning kynnt innan skamms. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin verða afhent.

Samorka leitar að framúrskarandi nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem byggja á:

💡 Orku- og/eða veitutengdum tæknilausnum eða þjónustu við orku- og veitufyrirtæki
💡 Nýtingu orku, heits vatns, neysluvatns eða fráveitu og/eða annarra auðlindastrauma til nýsköpunar

Tilnefningar sendist á samorka@samorka.is fyrir 20. ágúst. Farið verður með tilnefningarnar sem trúnaðarmál. Sjá nánar á vef Samorku.

Hádegisfyrirlestur 15. mars um lífeldsneyti

No photo description available.

Föstudaginn 15. mars verður áttundi viðburður í fyrirlestraröð Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Að þessu sinni munum við fjalla um innlenda framleiðslu lífeldsneytis.

Fyrirkomulagið með hefðbundnum hætti, húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:00.

Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá Skinney-Þinganesi og Sandra Rán Ásgrímsdóttir hjá Mannviti munu fjalla um verkefni sem snýr að repjuræktun og framleiðslu á umhverfisvænni skipaolíu og er unnið í samstarfi við Samgöngustofu. Þess má geta að í október síðastliðnum hlaut Skinney-Þinganes umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Fleiri erindi um lífeldsneyti verða staðfest á næstu dögum.

Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn, aðgangur ókeypis og verður honum streymt.

Sjá nánar um viðburðinn hér á Facebook.

CRI sigrar Sparkup Challenge í Finnlandi

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International fagnaði sigri í Finnlandi í ...

Mynd frá viðtöku verðlauna í Sparkup challenge. Ljósmyndi: CRI.

Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal (CRI) stóð uppi sem sig­ur­veg­ari í alþjóðlegri ný­sköp­un­ar­sam­keppni, Sparkup chal­lenge, sem Wärtsilä stóð fyr­ir í Finn­landi.

Keppn­in miðaði að því að finna þá tækni­lausn sem svar­ar best áskor­un­um sveiflu­kenndr­ar fram­leiðslu end­ur­nýj­an­legr­ar orku.

Sjá nánar í frétt mbl.is og á vefsíðu CRI.

CRI hlaut umhverfisverðlaunin Energy Globe Awards

Íslenska hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hlaut nýverið verðlaunin Energy Globe Awards fyrir nýsköpun í þágu loftlagsverndar. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og einstaklingum sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum. CRI hlaut verðlaunin fyrir ETL tæknilausn sína sem talin er gagnast við að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum, minnka losun koltvísýrings frá margskonar iðnaði og stuðla að orkuskiptum í samgöngum.

Sjá nánar í fréttablaðinu.

Óskað eftir tilnefningum til tvennra umhverfisverðlauna

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Tilnefningarfrestur er til 24. ágúst næstkomandi.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.