Ný raforkuspá Landsnets: hægja mun á orkuskiptum

Mynd: María Maack

Ný og uppfærð raforkuspá Landsnets var kynnt í gær, 24. ágúst. Þar kom m.a. fram að orkuskiptin munu kalla á aukna eftirspurn eftir raforku ásamt því að raforkunotkun heimila og þjónustuaðila mun halda áfram að aukast í takt við aukinn fólksfjölda. Landsnet spáir því að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum.

Nauðsynlegt er að horfa til annarra kosta s.s. vindorkuvera og til lengri tíma sólarorkuvera.

Til að bregðast við óvissu um þann hluta orkuskipta sem snýr að millilandaflugi og siglingum, sem jafnframt er sá hluti orkuskiptanna sem krefjast munu mestrar orku, eru settar fram tvær ólíkar sviðsmyndir um þróun þeirra og tilheyrandi eftirspurn.

Sjá nánar á vef Landsnets og Vísi.

Óskað eftir tilnefningum til tvennra umhverfisverðlauna

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Tilnefningarfrestur er til 24. ágúst næstkomandi.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.