Viðburður 23. október: Hvað á að gera við metanið?

Græna orkan, Grænni Byggð og Orkustofnun standa fyrir hádegisviðburði sem ber yfirskriftina “Hvað á að gera við metanið?” miðvikudaginn 23. október.

Ræddar verða leiðir til að auka nýtingu metans hér á landi, og hlutverk þess í orkuskiptum, ekki síst í ljósi fyrirhugaðrar aukningar í framleiðslu þess með tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu.

Fyrirkomulagið með örlítið öðrum hætti en verið hefur. Húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:30.

Dagskráin mun verða eftirfarandi:
Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu
María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins
Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri Þróunar hjá EFLU verkfræðistofu
Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg

Fundarstjóri verður Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar.

Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Metan: vannýtt auðlind á Íslandi

Related image

Metan frá urðunarstað Sorpu er í dag sorglega vannýtt auðlind hér á landi og huga þarf að aukningu á nýtingu þess, sérstaklega í ljósi þess að framleiðsla þess mun tvöfaldast þegar gas- og jarðgerðarstöð höfuðborgarsvæðisins tekur til starfa á næsta ári. Þetta kemur fram í grein á vef Sorpu, sem birt var í liðinni viku. Greinina má lesa í heild sinni hér.

13. febrúar: Hádegisfyrirlestur um vistvænar almenningssamgöngur

Rafmagnsstrætó til sýnis við Hörpu í maí 2018. Mynd: AMK.

Nú líður að fyrsta hádegisfyrirlestri ársins 2019 um orkuskipti sem Orkustofnun og Græna orkan standa í sameiningu að. Að þessu sinni verða vistvænar almenningssamgöngur til umfjöllunar. Tveir fyrirlesarar munu halda stutt erindi:

Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs
Lilja Guðríður Karlsdóttir, verkefnastjóri Borgarlínu

Sem fyrr, verður fyrirkomulagið með þeim hætti að húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:00. Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn, aðgangur ókeypis og verður honum streymt. Nánari upplýsingar um fundinn má finna á Facebook viðburði.

Uppfært 13. febrúar: glærur Jóhannesar og Lilja eru nú aðgengilegar hér fyrir ofan.

Zero Emission Bus Conference Köl, 27.-8. nóvember

Græna orkan vill vekja athygli á Zero Emission Bus Conference, ráðstefnu um  hreinorkustrætisvagna, sem haldin verður í Köln í Þýskalandi dagana 27.-28. nóvember næstkomandi. Þar verður boðið upp á gríðarlega metnaðarfulla og áhugaverða dagskrá sem undirstrikar vegferð okkar í átt að kolefnishlutleysi. Enn er opið fyrir skráningu!

Logo