Styrkir til rafvæðingar í samgöngum

Norden Energyforskning „Energy og Transport“ hafa loks sett af stað nýja áætlun sem miðar að því að auka hlutdeild raforku í samgöngum. Í ár á að úthluta 10-12 milljónum DK til verkefna en umsóknarfresturinn er mjög skammur eða aðeins til 1. nóvermber næstkomandi. Græna Orkan vill hvetja innlenda áhugasama aðila til að sækja um. Rétt er að benda á að styrkir eru að hámarki 50% og nauðsynlegt er að hafa Skandinavísk fyrirtæki með í umsóknum.

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.nordicenergy.net/onenews.cfm?Id=1-283&path=