Ný og endurbætt styrkjasíða Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Græna Orkan vill vekja athygli á nýrri og endurbættri styrkjasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þar má finna samansafn innlendra, norrænna og evrópskra styrkja sem standa fyrirækjum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum til boða. Sjá eftirfarandi vefslóð: http://www.nmi.is/styrkir-og-studningsmoguleikar/

Þar má meðal annars finna kynningarfund um samnorræna styrkjamöguleika til umhverfis- og orkumála, þann 3. Nóvember kl. 14-16 í Norræna húsinu.

Skráning á kynningarfundinn fer fram á netfanginu: norden@nmi.is – tilkynna þarf mætingu fyrir 1. Nóvember.

Sjá nánari upplýsingar: http://www.nmi.is/styrkir-og-studningsmoguleikar/norraenir-styrkir-og-studningsmoguleikar/norraent-samstarf/nr/1115/