Tímamótaskýrsla um rafsamgöngur

Fyrir nokkru tóku sig saman mörg af stærstu fyrirtækjum Evrópu sem vinna að bílaframleiðslu og eldsneytisframleiðslu og létu taka saman heildstæða skýrslu um hvernig framtíð rafsamgangna gæti orðið í framtíðinni. Ljóst er að þróunin er á réttri leið. Rafgeymabílar eiga stutt í að koma á markað í auknu mæli en þeir munu þó verða dýrari en hefðbundnir bílar. Rekstrarkostnaður þeirra er þó lægri þannig að gera má ráð fyrir því að heildarrekstrarkostnaður slíkra bíla gæti orðið samkeppnishæfur á árabilinu 2015-2020. Skýrslan er bjartsýn á vetnisrafbíla. Enn er þó framleiðslukostnaður slíkra bíla hærri en rafgeymabíla en skýrsluhöfundar gera ráð fyrir að það gæti breyst á þessum áratug. Einnig gera þeir ráð fyrir því að mikil framleiðsluaukning verði á slíkum bílum eftir 2015 og verðlag samkeppnishæfara.

Skýrslan fjallar einnig talsvert um innviði fyrir bæði rafgeyma og vetnisrafbíla. Enn er nokkuð í land með innviði fyrir báðar gerðir bíla. Skýrsluhöfundar telja þó að mikilvægt sé að koma á öflugri samvinnu einka- og opinbera aðila þegar kemur að uppbyggingu fyrstu innviða. Án innviða gæti innleiðing bíla orðið hægari en ella og því er mikilvægt að lykilaðilar vinni saman að fyrstu skrefum.

Skýrslan er unnin af óháðum aðilum og hvetjum við alla þá sem áhuga hafa á visthæfum samgöngum að lesa hana enda mjög mikilvægt innlegg í umræður um framtíðar samgöngur á Íslandi.

Skýrsla um framtíð rafsamgangna