Iðnaðarráðherra fær vetnisrafbíl til afnota

Iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir naut þess í vikunni að fá vetnisrafbíl til afnota. Bifreiðin sem er að gerðinni Hyundai Tucson ix35 er splunknýr og í fullri stærð. Vetnisrafbílinn er hér á vegum skandinavísku vetnisvegasamtakanna (SHHP) og Íslenskrar Nýorku og er koma bílsins hluti af bílaprófunum Hyundai á vetnisrafbílum á Norðurlöndunum.  Áfylling bílsins tekur aðeins um þrjár mínútur og hefur hann um 600 kílómetra drægni á einum tanki sem er sambærilegt við það sem hefðbundnir bensínbílar draga.