Græna orkan fundar á Akureyri

Græna orkan stóð fyrir opnum fundi í samvinnu við Orkusetur í Háskólanum á Akureyri þriðjudaginn 15 mai sl.

Mynd frá fundi Grænu Orkunnar á Akureyri 15.05.2012

Fundurinn sem bar heitið Orkuskipti í samgöngum var einkar áhugaverður og ágætlega sóttur.  Kolbeinn Marteinsson formaður Grænu orkunar setti fundinn og fjallaði í kjölfarið um hugmyndafræðina og stefnuna að baki Grænu orkunnar og hvar áherlsan liggi í framtíðinni. Sigurður Ingi hjá Orkusetri fjallaði um orkunýtni   í samgöngum og rakti jákvæðar breytingar á innkaupahegðun Íslendinga í kjölfar skattalagabreytinga á nýjum bifreiðum.

Jóhann Örlygsson frá Háskólanum á Akureyri fjallaði um rannsóknir Háskólans á Etanóli og mögulega frameiðslu þess hér á landi. Samkvæmt Jóhanni er mögulegt að framleiða Etanól til íblöndunar í bensín úr íslenskum lífmassa og standa frekari rannsóknir yfir.  Að endingu kom Freyr Ingólfsson frá Mannviti og fjallaði um möguleika Íslendinga til Metan og lífdíselsframleiðslu. Í máli  Freys kom fram að spennandi tækifæri eru fyrir hendi í framleiðslu á þessum orkugjöfum. Að endingu var fyrirspurnum svarað.

Iðnaðarráðuneytið lánar ríkisstofnunum rafbíl

Iðnaðarráðuneytið mun nú á vormánuðum lána rafbíl af Mitsubishi MiEV gerð til þeirra ríkisstofnanna sem þess óska.

Um er að ræða rafbíl sem ráðuneytið keypti árið 2010 og notaði um skamma hríð. Undanfarið hefur rafbíllinn verið staðsettur á Akureyri þar sem hann hefur verið notaður til rannsókna af Orkusetri í samvinnu við Orkustofnun. Rafbíllinn er fjögurra manna og hefur um 60-70 km drægni á einni hleðslu.

Sjá fréttina í heild sinni hér.

Aðalfundur Grænu Orkunnar – ný stjórn kynnt

Aðalfundur Grænu Orkunnar var haldinn fimmtudaginn 3. Maí síðastliðinn.

Á fundinn mættu aðillar frá um 30 aðildarsamtökum auk áhugasamra einstaklinga.

Kosið var í nýja stjórn Grænu Orkunnar en alls voru 12 frambjóðendur frá einkageiranum.

Hér með er því ný stjórn kynnt:

Verkefnisstjóri

– Jón Björn Skúlason, Íslensk NýOrka

Fyrir hönd ríkisins

– Erla Sigríður Gestsdóttir, Iðnaðarráðuneytið

– Kolbeinn Marteinsson, Iðnaðarráðuneytið

– Þorsteinn R. Hermannsson, Innanríkisráðuneytið

– Ögmundur Hrafn Magnússon, Fjármálaráðuneytið

Fyrir hönd einkageirans

– Bryndís Skúladóttir, Samtök Iðnaðarins

– Magnús Ásgeirsson, Samtök verslunar og þjónustu

– Sverrir Viðar Hauksson, Bílgreinasambandið

– Teitur Gunnarsson, Mannvit

 

Við viljum auk þess benda áhugasömum á nýstofnaða síðu Grænu Orkunnar á facebook: http://www.facebook.com/graenaorkan