Ráðstefna 4. Október 2012

Við viljum benda ykkur á ráðstefnu sem verðu haldin í húsi Orkuveitu Reykjavíkur þann 4. Október 2012. Þetta er einstakt tækifæri til að fá upplýsingar um framgang mála á hinum norðurlöndunum en þau verkefni sem koma að ráðstefnunni eru INTELECT, No-Slone, RekkEVidde (öll styrkt af norrænu ,Energy and Transport’ áætluninni) og NAHA.

Ráðstefnan ber yfirskriftina ‘Electromobility in the North Atlantic Regions’ og er skipulögð af Íslenskri NýOrku, Grænu Orkunni og ofangreindum verkefnum (sjá frekari upplýsingar hér)

Skráningargjald er eftirfarandi:

Fyrir 20.september       9.900 kr

Eftir 20.september       13.900 kr

Áhugasamir eru beðnir um að senda skráningu á glk@newenergy.is með upplýsingum um Nafn, tölvufang og reiknisupplýsingar (reikningar verða sendir út þegar skráning er móttekin).

Við hvetjum ykkur eindregið til að láta þetta tækifæri ekki framhjá ykkur fara!

Ívilnanir fyrir visthæf ökutæki á Norðurlöndunum

Síðustu misseri hafa norræn fyrirtæki safnað saman upplýsingum um ívilnanir fyrir visthæf ökutæki í sínum heimalöndum sem hluti af norræna verkefninu INTELECT.

Lokaskýrsla þessa verkefnis hefur nú verið gerð aðgengileg almenningi á heimasíðunni www.orkusetur.is/intelect

Meginmarkmið verkefnisins er að styðja við innleiðingu visthæfra ökutækja – þó aðal áherslan sé á rafsamgöngur. Lokaskýrslan er tól fyrir þá sem vinna á þessu sviði og fyrir bílaframleiðendur til að sýna fram á þau áhrif sem ívilnanir hafa á norrænum markaði.

Skýrslan er auk þess hugsuð fyrir ríkis- og sveitastjórnir landanna en skýrslan gefur gott yfirlit yfir þær ívilnanir sem eru til staðar á Norðurlöndunum og hvaða áhrif þær hafa á kostnað við kaup og rekstur bifreiða.

Ein aðal áhersla verkefnisins var að búa til reiknivélar til að skilja áhrif ívilna á rekstrar- og eignarhaldskostnað bifreiða. Reiknivélarnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins og viljum við hvetja alla sem hafa áhuga að kynna sér málið og dreifa til annarra áhugasamra.