Aðalfundur Grænu Orkunnar

Við viljum benda meðlimum Grænu Orkunnar á að aðalfundur félagsins verður haldinn þann 11. júní klukkan 14:30-16:30 í húsakynnum Orkustofnunnar að Grensásvegi 9.

Á aðalfundinum verður farið yfir stöðu mála, auk þess sem kosning í stjórn Grænu Orkunnar fer fram, en þrír (Bryndís Skúladóttir, Magnús Ásgeirsson og Teitur Gunnarsson) af fjórum stjórnarmönnum gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en við hvetjum áhugasama að senda framboð sín á skulason[at]newenergy.is fyrir 5. júní.

Dagskrá aðalfundarins má finna hér.

Við viljum auk þess benda á að það verður haldin ráðstefna daginn eftir aðalfundinn þar sem viðfangsefnið er CO2 electrofuels – sjá dagskrá.