Flýtibílar

Landsbankinn og Bílaleiga Akureyrar undirrituðu samning nýlega sem gerir flýtibíla að veruleika fyrir starfsfólk Landsbankans. Hugtakið flýtibílar er langt því frá að vera nýtt en flýtibílar hafa verið notaðir víða um heim undanfarin ár. Hugmyndin er að fólk geti leigt sér bíl í allt frá einni klukkustund uppí nokkra daga og geti komist hjá því að eiga bíl og notað almenningssamgöngur eða hjólreiðar með þessari lausn. Þetta er fyrsti samningur þessarar tegundar hér á landi og vonandi, ef vel tekst til, gæti þetta orðið raunhæfur kostur fyrir almenning.

Sjá nánari umfjöllun mbl hér.

Aðalfundur Grænu Orkunnar 2013 – samantekt

Aðalfundur Grænu Orkunnar fór fram þann 11. júní 2013 í húsakynnum Orkugarðs, Grensásvegi 9 – sjá fundargerð.

Á fundinum var farið yfir stöðu mála hjá samtökunum og einnig voru kynnt nýlega samþykkt lög um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum.

Nokkrar breytingar urðu innan stjórnarinnar, en úr stjórn fóru Kolbeinn Marteinsson, Sverrir Viðar Hauksson og Magnús Ásgeirsson. Nýjir í stjórn eru Ingvar Pétur Guðbjörnsson frá Atvinnu og Nýsköpunarráðuneytinu, Skúli Skúlason frá Bílgreinasambandinu og Berglind Rán Ólafsdóttir frá Landsvirkjun.

Núverandi stjórn er því eftirfarandi:

Frá hinu opinbera:

Ásta Þorleifsdóttir (Innanríkisráðuneyti)

Erla Sigríður Gestsdóttir (Atvinnu og Nýsköpunarráðuneyti)

Ingvar Pétur Guðbjörnsson (Atvinnu og Nýsköpunarráðuneyti)

Ögmundur Hrafn Magnússon (Fjármálaráðuneyti)

Frá einkageiranum:

Berglind Rán Ólafsdóttir (Landsvirkjun)

Bryndís Skúladóttir (Samtök Iðnaðarins)

Skúli Skúlason (Bílgreinasambandið)

Teitur Gunnarsson (Mannvit)

Better Place í Danmörku gjaldþrota

Í síðasta mánuði bárust þær fregnir að Better Place væri orðið gjaldþrota. Better place var stofnað árið 2007 og stefndi að því að til að byrja með að koma upp stöðvum í Kaliforníu, Ísrael og Danmörku sem skipta um tóma rafgeyma í rafbílum – sem er mun fljótari aðferð en að hlaða rafgeyma bílana. Aftur á móti gekk samstarf við bílaframleiðendur illa og auk þess hefur sala á rafbílum valdið vonbrigðum í Danmörku og víðar.

Sjá nánar hér (á ensku).

Fyrstu fjöldaframleiddu Hyundai vetnisbílarnir afhentir í Kaupmannahöfn

Fyrr í dag var ný vetnisstöð tekin í notkun í Kaupmannahöfn og voru einnig 15 nýjir Hyundai ix35 vetnisbílar afhentir borgaryfirvöldum þar. Bílarnir verða hluti af bílaflota borgarinnar en um er að ræða bíla af sömu gerð og kom hér til lands í reynsluakstur sumarið 2011.

Hér má sjá umfjöllun mbl.is

Hér má sjá fréttatilkynningu hydrogenlink í Danmörku (á ensku)