Rafbílaumfjöllun á vefmiðlum

Undanfarið hafa birst margar greinar um rafbíla og misjafnt gengi þeirra hér- og erlendis og hefur Græna orkan hefur tekið saman nokkrar þeirra:

Reynsla Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur af tengiltvinnbíl

Fyrirhugaðar áætlanir Teslu að hefja framleiðslu á rafmagnspallbíl innan fimm ára.

Mikil sala islandus á rafbílum á Íslandi.

Hátt rafmagnsverð og skattar fæla Dani frá rafbílum

Gott gengi á sölu rafbíla í Noregi:

Nissan Leaf söluhæstur allra bíla í Noregi annan mánuðinn í röð

En eitt met í nýskráningu rafbíla í Noregi

 

 

 

 

 

 

 

 

Fundur Grænu orkunnar – samantekt og fyrirlestrar

Í gær var fundur Grænu orkunnar haldinn í Orkugarði, Grensásvegi 9, dagskrá má finna hér.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði samkomuna og fór yfir sögu samtakanna og lagði m.a. áherslu á mikilvægi innlends eldsneytis fyrir samgöngur. Hún lýsti auk þess yfir samstarfi Grænu orkunnar og hvatti til þess að því yrði haldið áfram.

Eftir ávarp ráðherra voru haldnir sex áhugaverðir fyrirlestrar frá aðilum úr Grænu Orkunni og má nálgast þá hér fyrir neðan:

  1. Ásdís Gíslason hjá OR „Hraðhleðslustöðva-verkefni“
  2. Bjarni Hjarðar hjá SORPU „Undirbúningur gas- og Jarðgerðarstöðvar“
  3. Guðrún Lilja Kristinsdóttir hjá Íslenskri NýOrku „Kynning á Orkureikni bílaflota“
  4. Ólafur Bjarnason hjá Reykjavíkurborg „Aukinn hlutur rafvæddra samgangna í Reykjavík – Aðgerðaráætlun“
  5. Ragnheiður Björk Halldórsdóttir og Þórarinn Már Kristjánsson hjá HÍ „Rafknúinn kappakstursbíll Team Spark“
  6. Valur Ægisson hjá LV: „Landsvirkjun og orkuskipti í samgöngum“
Jón Börn Skúlason, verkefnisstjóri Grænu orkunnar, kynnti aðgerðaráætlun Horizon 2020 og kynnti þar þá 10 flokka sem vinnuáætlunin skiptist í. Vekja skal athygli á þeim styrkjamöguleikum sem þar finnast og opnar fyrsta umsóknarkallið þann 11. desember næstkomandi.
Að lokum fór Bryndís Skúladóttir, formaður stjórnar Grænu orkunnar, yfir uppfærða aðgerðaráætlun samtakanna sem stjórnin hefur unnið að undanfarna mánuði.
Í umræðum var farið yfir hvort víkka ætti starfsvettvang Grænu orkunnar og taka einnig fyrir málefni skipaflotans. Einnig var rætt um hvort aðrar samgöngur, svo sem hjól og almenningssamgöngur ættu erindi í samtökin.
Ljóst er að styrkur ríkisins til að reka Grænu orkunamun renna út á næsta ári og því var þeirri spurningu velt upp hvort taka ætti upp félagagjöld og með hvaða hætti sú gjaldtaka færi fram.
Við í verkefnastjórninni hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári og hvetjum ykkur til að senda inn fréttir til að setja inná heimasíðuna.

Fundur Grænu Orkunnar 3.des 2013

Félagafundur Grænu orkunnar fer fram á morgun 15:00 – 17:15 og verður fundurinn haldinn í húsakynnum Orkugarðs, Grensásvegi 9 frá 15:00-17:15

Á fundinum mun Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpa samkomuna og greina frá stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki. Á fundinum verður einnig kynning á Horizon 2020 og uppfærðri aðgerðaráætlun samtakanna auk þess sem 6 meðlimir flytja örfyrirlestra.

 Sjá dagskrá hér.