Vitvænar samgöngur – vegur eða vegleysa?

Þann 17. september síðastliðinn var haldin ráðstefna á vegum Grænu orkunnar í samstarfi við Bílgreinasambandið, Landsvirkjun, Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins. Ráðstefnan var hluti af samgönguviku Reykjavíkurborgar og voru til sýnis nýjustu rafbílarnir á markaðnum auk rafmagnshjóla frá mismunandi aðilum. Einnig var Team SPARK hópur Háskóla Íslands með rafkappakstursbílinn sem keppti á Silverstone brautinni síðastliðið sumar.

Fyrirlestrana má finna í dagskránni hér fyrir neðan:

Dagur B. Eggertsson – borgarstjóri: Ávarp

Solveig Schytz & DanielMolin – Akershus/Oslo: Electromobility in Akershus: Achievements and policy towards the future

Ólafur Bjarnason – Reykjavíkurborg: Stefna Reykjavíkur – vistvænn samgöngumáti

Ásdís Gíslason – Orka náttúrunnar: Uppbygging hraðhleðslustöðvanets

TacoAnema – Co-Founderand CEO of QWIC: E-bikes, success and potential of electric bicycles in the Netherlands

Berglind Rán Ólafsdóttir – Landsvirkjun: Staða og stefna Landsvirkjunar – vistvænt eldsneyti

Árni Sigurbjarnarson – Norðursigling: RENSEA – rafknúinn hvalaskoðunarbátur

Aðalheiður Guðjónsdóttir og Eyþór Arnarson – TeamSPARK  Háskóli Íslands: Kynning á rafknúnum heimasmíðuðum kappakstursbíl

Bjarni G.P. Hjarðar – Sorpa: Gas- og jarðgerðarstöð höfuðborgarsvæðisins – lausn fyrir heimilisúrgang í sorphirðukerfinu

Sigurður Ástgeirsson – Metanorka: Metanáfyllingarstöðvar

Ómar Freyr Sigurbjörnsson – CRI: Metanólframleiðsla á Íslandi

Guðmundur Haukur Sigurðarson – Orkey: Lífdísilframleiðsla á Íslandi – notkun og möguleikar

Pallborðsumræður: Hvernig náum við enn meiri árangri með vistvænt eldsneyti?

Pallborðinu stjórnaði Bryndís Skúladóttir (Samtök iðnaðarins) og í umræðunum tóku þátt Solveig Schytz (Akershus/Oslo), Ágústa Loftsdóttir (Orkustofnun), Jón Björn Skúlason (Íslensk NýOrka/Græna orkan) og Skúli Skúlason (BL).

Viðmælendur voru allir sammála um að til að stuðla að breytingum þurfi stuðning ríkisins og var þá sérstaklega vitnað í velgengni íblöndunarákvæðisins. Ef ívilnanir rafbíla falla niður telur bílgreinin að sala rafbíla muni hrynja. Mikilvægt sé að stjórnvöld marki sér langtímastefnu í málum vistvænna samgangna en hingað til hefur bílgreinin hikað við markaðsetningu hér vegna skorts á stefnu. Stjórnvöld hafa ekki tekið þátt í uppbyggingu innviða og ef markmið um 10% hlutdeild vistvænnar orku í samgöngum á að nást fyrir 2020 er mikilvægt að fá stuðning frá yfirvöldum. Í Noregi er mikill stuðningur við innleiðingu vistvæns eldsneytis og er styrktarsjóðurinn Transnova notaður til að styrkja við samgöngukerfið um 1,8 milljarð árlega, velgengni Noregs er því engin tilviljun.

 

 

Alþjóðleg ráðstefna NorLCA í Reykjavík – 2. – 3. október 2014

Vistferilshugsun á Norðurslóðum – alþjóðleg ráðstefna NorLCA í Reykjavík 

Þann 2. – 3. október 2014 verður haldin alþjóðleg ráðstefna á vegum Norræna samstarfsvettvangsins um vistferilsgreiningar (NorLCA) á Hótel Sögu í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er að þessu sinni “Global Sustainability Challenges – Northern Approaches”, eða “Áskoranir á sviði sjálfbærni – norðlægar nálganir”. Dagskrá ráðstefnunnar má finna á vefsíðu hennar, www.norlca.org

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verður Michael Hauschild, prófessor við DTU háskólann, en hann er meðal fremstu sérfræðinga heims á sviði vistferilshugsunar og hefur m.a. starfað sem ráðgjafi Evrópsku framkvæmdarstjórnarinnar á þessu sviði og stýrt nokkrum nefndum á vegum umhverfisáætlunar Sameinuðuþjóðanna (UNEP). Hann mun halda fyrirlestur um “eco-efficiency” og “eco-effectiveness”, og fjalla um notagildi og takmarkanir vistferilsgreininga í því samhengi. Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni verða Mikael Ekhagen, umhverfisráðgjafi sænska orkufyritækisins Vattenfall AB, og Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, auk fjölda annarra sem halda munu erindi á sviði vistferilshugsunar.

Norræni samstarfsvettvangurinn um vistferilsgreiningar (NorLCA) var stofnaður árið 2004 með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni. NorLCA fagnar því 10 ára afmæli með ráðstefnunni í Reykjavík, og hefur EFLA verkfræðistofa verið í stjórn samstarfsvettvangsins og aðili frá upphafi.  Aðrir sem að undirbúningi ráðstefnunnar hafa komið auk EFLU verkfræðistofu eru Landsnet, Landsvirkjun, Vistbyggðarráð, Háskóli Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Danmarks Tekniske Universitet (DTU).

Mikil framþróun hefur orðið í vistferilshugsun hér á landi seinustu ár og hafa fjölmargar vistferilsgreiningar verið unnar  á Íslandi fyrir atvinnulífið og hið opinbera. Má sem dæmi nefna vistferilsgreiningar (LCA) fyrir vatnsaflsvirkjanir, flutningskerfi raforku (háspennulínur og jarðstrengi) og samgöngukerfi (vegi og brýr) sem EFLA verkfræðistofa hefur unnið að, en einnig hefur Háskóli Íslands staðið að kennslu í gerð vistferilsgreininga undanfarin ár. Markmið vistferilshugsunar er að meta á sem raunsæastan hátt möguleg umhverfisáhrif sem að tiltekin vara eða þjónusta getur haft í för með sér, frá “vöggu til grafar” eða yfir allan lífsferilinn. Slíkar upplýsingar má nota m.a í vöruþróun og sem grundvöll fyrir umhverfismerkingu á vörur og þjónustu.  Markmið ráðstefnunnar er að skapa öflugan þekkingargrunn, styrkja umræðuna um vistferilshugsun og örva þekkingartengsl á Norðurslóðum.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna og sjá dagskrá hennar á vefsíðunni www.norlca.org. Allar nánari upplýsingar og viðtöl veitir Helga J. Bjarnadóttir á EFLU verkfræðistofu,  fyrir hönd undirbúningsnefndar ráðtefnunnar, helga.j.bjarnadottir@efla.is, s. 665 6109  / 412 6109.

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um fyrirlestur Michael Hauschild og stiklur úr ferilskrá.

___________________________________


Abstract introductory keynote:

Engineering sustainability – the need for eco-efficiency and eco-effectiveness

A sustainable society needs eco-efficient technological solutions but how should we measure and benchmark eco-efficiency and how far can it take us on the route to a sustainable society? The presentation gives an introduction to the eco-efficiency understood as the ratio between the provided functionality and its associated environmental impact. Environmental life cycle assessment (LCA) methodology lends itself very well to a quantification of eco-efficiency with its concomitant focus on functionality (the service provided by the system) and environmental impact. The latest developments in LCA methodology are presented, the central strengths and weaknesses of the tool are highlighted, and its ability to support assessment and development of more eco-efficient solutions is discussed. During the last decade, life cycle assessment has enjoyed a strong proliferation among industries and authorities, including the EU Commission, as the tool used to quantify the eco-efficiency of products or systems in support of decisions towards a more sustainable consumption and production. But will the focus on increased eco-efficiency help us ensure a sustainable world or will it take us somewhere else? Limitations of a green growth strategy focusing solely on increasing eco-efficiency are shown at the level of the individual consumer, the industry and society as a whole, and conflicts between eco-efficiency and eco-effectiveness in support of environmental sustainability are presented and discussed.


Michael Hauschild
 is professor and Head of the division for Quantitative Sustainability Assessment at the Department of Management Engineering at Technical University of Denmark. He has been engaged in the development of Life Cycle Assessment (LCA) methodology and LCA application for two decades and served as consultant to the European Commission on the topic. He has headed several working groups under the United Nation Environment Program (UNEP) and Society of Environmental Toxicology and Chemistry (SETAC) Life Cycle Initiative and was centrally involved in the development of the USEtox™ model for assessment of toxic impacts in LCA. He has been a member of the Editorial Board of The International Journal of Life Cycle Assessment since 1998 and subject editor on LCA for the Journal of Industrial Ecology since 2010.  Michael is initiator and founding Chair of the Nordic Life Cycle Association (NorLCA) aimed at dissemination of life cycle thinking in the Nordic countries. He was co-receiver of the Nordic Council Nature and Environmental Prize in 1997 awarded for the methodology development in environmental product assessment and environmental design.

 

Fréttaflutningur í kjölfar ráðstefnu Grænu orkunnar

Í kjölfar ráðstefnu Grænu orkunnar um vistvænar samgöngur í síðustu viku birtist eftirfrandi grein í bílablaði Morgunblaðsins:

http://www.mbl.is/bill/frettir/2014/09/23/framtid_vistvaenna_bila_radin/

Í greininni er m.a. vitnað í Ragnheiði Elínu Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra: „Ákvörðun hef­ur verið tek­in og íviln­an­irn­ar verða fram­lengd­ar“. Þessi yfirlýsing er mikið fagnaðarefni fyrir okkur sem vinnum að aukinni notkun vistvænnar orku í samgöngum. Vonandi munu stjórnvöld í kjölfarið marka sér langtímastefnu í þessum efnum eins og frændur okkar í Noregi hafa gert, enda leynir árangurinn sér ekki þar.