Fiat Chrysler veðjar á vetnisbíla til framtíðar

Umræður um arftaka jarðefnaeldneytis sem orkugjafa bíla heldur áfram: hinn eilífi samanburður vetnis og rafmagns. Harald Wester, framkvæmdastjóri tæknisviðs Fiat Chrysler, telur vetni munu hafa vinninginn fram yfir rafmagn sem orkugjafi til framtíðar. Í þessu sambandi vildi hann þó ekki tjá sig um uppbyggingu innviða fyrir vetnisbifreiðar og vildi ekki gera mikið úr því hversu einfalt sé að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla.

Smellið hér fyrir grein og viðtal við Wester.

2016 útgáfa Fiat 500 (Mynd: AutoExpress.co.uk)

Könnun meðal notenda hraðhleðslustöðva

Íslensk NýOrka, Græna orkan og Orka náttúrunnar standa um þessar mundir fyrir könnun meðal rafbílaeigenda á Íslandi. Markmið verkefnisins er að skilja notkunar- og hegðunarmynstur notenda hraðhleðslustöðva auk þess að greina þörf fyrir frekari uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Það er afar mikilvægt að ná til notenda stöðvanna, heyra reynslu þeirra og afla upplýsinga um það sem betur mætti fara.

Þátttaka í könnuninni tekur örfáar mínútur. Hana má finna hér.

Hringvegurinn ekinn á rafbíl

Þeir Gísli Gíslason, Tómas Kristjánsson og Guðjón Hugberg Björnsson settu nýverið Íslandsmet þegar þeir keyrðu hringinn í kringum landið á rafbíl á einungis 30 klukkustundum. Fyrra met, sem Guðjón Hugberg átti ásamt fleirum, hafði verið sex dagar. Ferðin var farin á Tesla Model S bifreið, sem hefur 500 km drægi. Þeir félagar höfðu með sér hleðslustöð á stærð við nestisbox sem gerði þeim kleift að hlaða bílinn á þremur klukkustundum með þriggja fasa rafmagni í stað 6-8 klukkustunda en hún var auk þess nauðsynleg þar sem aðeins fjórar hraðhleðslustöðvar eru utan höfuðborgarsvæðisins.

Sjá nánar um hringferðina hér á mbl.is

Málþing um oxun metans 14. ágúst

Þann 14. ágúst næstkomandi munu EFLA verkfræðistofa og Samband íslenskra sveitarfélaga standa fyrir málþingi um oxun metans. Fjallað verður um meðhöndlun hauggass á nokkrum urðunarstöðum á Íslandi auk þess sem Alexandre Cabral mun kynna rannsóknir og aðferðir við oxun metans í Quebec í Kanada. Málþingið fer fram í húsakynnum Sorpu í Álfsnesi fyrir hádegi, 9-12.

Dagskrá má nálgast hér og skráning er ekki nauðsynleg.


					

Rafknúið hvalaskoðunarskip vígt

Norðursigling á Húsavík vígði á sunnudag Opal, rafknúið hvalaskoðunarskip sitt að viðstöddu fjölmenni. Þetta er í fyrsta skipti sem tækni sem þessi er notuð um borð í skipi en nota má skrúfubúnaðinn til að hlaða rafmagni  á rafgeymi skipsins þegar það siglir undir seglum.

Sjá nánar á mbl.is og Business Wire.

Fyrsti rafknúni hvalaskoðunarbáturinn

Næstkomandi sunnudag mun Norðursigling á Húsavík taka í notkun fyrsta rafknúna hvalaskoðunarbátinn. Tvímastra skonnortan Opal er fyrsta skipið með skrúfu­búnað sem jafn­framt get­ur hlaðið orku inn á geym­ana þegar það sigl­ir fyr­ir segl­um. Búnaður hennar hefur verið í þróun um skeið og er afrakstur samstarfs fjölmargrar innlendra og erlendra aðila.

Sjá nánar hér.

 

 

 

 

 

 

 

United Airlines notar lífeldsneyti í innanlandsflugi

Síðar í sumar mun bandaríska flugfélagið United Airlines hefja notkun á lífeldsneyti sem framleitt er úr endurunnum landbúnaðarúrgangi og dýrafitu. United hefur gert samning við Fulcrum BioEnergy í Californiu um kaup á endurnýjanlegu eldsneyti sem blanda má saman við hefðbundið þotueldsneyti. Flugfélagið segir verðið lífeldnseytisins vel samkeppnishæft við jarðefnaeldnseyti og reiknar auk þess með að draga verulega úr útblæstri gróðuhúsalofttegunda með notkun þess. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem bandarískt flugfélag notar endurnýjanlegt eldsneyti í áætlunarflugi innanlands.

Sjá nánar um frétt NY Times hér.