Ráðstefna um vistvæna orkugjafa í haftengdri starfsemi

Þann 21.-22 október næstkomandi verður haldin ráðtefna í Gautaborg um notkun vistvænna orkugjafa í haftendri startfsemi. Ráðstefnan, sem ber heitið Making Maritime Applications Greener er samstarfsverkefni Nordic Marina, Norðursiglingar og Caterpillar Propulsion. Í lok fyrri dags ráðstefnunnar verður gestum boðið að sigla hring um Gautaborgarhöfn um borð í Opal, rafknúnum seglbáti Norðursiglingar. Dagskrá lýkur 22. október með skoðunarferð um Stena Germanica, farþegaferju StenaLine sem gengur fyrir metanóli.

Opið er fyrir skráningar hér  og þar er einnig að finna dagskrána í heild sinni.