Milljónasti rafbíllinn seldur

Nú nýverið var tilkynnt að seldir hefðu verið alls ein milljón rafbíla á heimsvísu. Ekki nóg með það, heldur hefur um þriðjungur þessara bíla selst á síðustu níu mánuðum, sem hlýtur að teljast prýðilegur árangur. Af þessum fjölda eru 62% hreinir rafbílar og 200.000 þeirra Nissan Leaf.

Sjá nánar í frétt mbl.is og EV Obsession.

Flestir rafbílaeigendur kaupa aftur rafbíl

Í niðurstöðu rannsóknar sem Ford lét vinna nýverið kemur meðal annars fram að rafbílaeigendur halda sig langflestir, eða um 92%, við rafbíla þegar kemur að endurnýjun, frekar en að fjárfesta í bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Könnunin náði til 10.000 rafbílaeigenda í Bandaríkjunum.

Sjá nánar í frétt mbl.is og Forbes.

Rafbíladagur Iðunnar 25. september

Iðan fræðslusetur stendur fyrir Rafbíladegi þann 25. september næstkomandi frá 13-18 að Vatnagörðum 20. Askja, Bílabúð Benna, BL, Even, Hekla og Toyota munu sýna raf- og tvinnbíla á staðnum en einnig verður boðið upp á örfyrirlestra.

Sjá dagskrá hér.

Ráðstefna um vistvæna orkugjafa í haftengdri starfsemi

Þann 21.-22 október næstkomandi verður haldin ráðtefna í Gautaborg um notkun vistvænna orkugjafa í haftendri startfsemi. Ráðstefnan, sem ber heitið Making Maritime Applications Greener er samstarfsverkefni Nordic Marina, Norðursiglingar og Caterpillar Propulsion. Í lok fyrri dags ráðstefnunnar verður gestum boðið að sigla hring um Gautaborgarhöfn um borð í Opal, rafknúnum seglbáti Norðursiglingar. Dagskrá lýkur 22. október með skoðunarferð um Stena Germanica, farþegaferju StenaLine sem gengur fyrir metanóli.

Opið er fyrir skráningar hér  og þar er einnig að finna dagskrána í heild sinni.