Vinnstofa GO um gjaldtöku í samgöngum

Græna orkan stóð nú í vikunni fyrir vinnustofu um gjaldtöku í samgöngum. Hún hófst á fjórum áhugaverðum kynningum.

Að loknum stuttum fyrirlestrum var þátttakendum skipt í umræðuhópa sem ræddu eftirfarandi málefni:
  • Skattlagning dísilolíu með hliðsjón af VW hneykslinu. Er þörf á breyttum áherslum?
  • Mörkun skatttekna til gerðar og reksturs samgöngumannvirkja og breytingar sem verða með nýjum lögum um opinber fjármál
  • Mikilvægi fjarskipta fyrir gjaldtöku framtíðar – GPS og upplýsingamiðlun, aðferðir
Í lok vinnustofunnar söfnuðust þátttakendur saman á ný og farið var yfir helstu umræðuatriði og niðurstöður hvers hóps fyrir sig. Stjórn Grænu orkunnar þakkar gestum fyrir líflega og áhugaverða vinnustofu og fyrirlesurum fyrir gagnleg innlegg í umræður.

Danir ívilna vetnisbílum til 2018

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita áfram skattaafslátt vegna kaupa á vetnisbílum til ársins 2018, en til stóð að gildistími ívilnana yrði til ársloka 2015. Þessu fagnar sérstaklega fyrirtækið H2 Logic sem rekur í dag 7 vetnisstöðvar víðs vegar um Danmörku og gerir ráð fyrir að opn 4 til viðbótar á næsta ári.

Sjá nánar í fréttatilkynningu H2 Logic.

H2ME – Samevrópskt verkefni um vetni

Hydrogen Mobility Europe (H2ME), verkefni sem miðar að því að innleiða vetni í samgöngum á landi, var formlega hleypt af stokkunum nú í september mánuði, Verkefnið sameinar helstu vetnisbílaframleiðendur heims (Daimler, SymbioFCell, Hyundai, Honda, Intelligent Energy og Nissan) og framleiðendur innviða (Air Liquide, H2Logic, HYOP, Linde og fleiri). H2ME mun á næstu fjórum árum reisa 29 nýjar vetnisstöðvar í 10 löndum (Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi) og 200 bílar, að lágmarki, verða settir í umferð á tímabilinu.

Sjá nánar á vefsíðu H2ME

Frumkvöðlasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka auglýsir eftir umsóknum en sjóður styrkir verkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg. Markmið sjóðsins er að hvetja til þróunar og nýsköpunar á sviði sjálfbærrar nýtingar orku og ekki síður sjálfbærrar þróunar í sjávarútvegi. Úthlutað er tvisvar á ári og tekið er á móti umsóknum um styrki úr sjóðnum til 10. október 2015.

Sjá nánar hér og umsókn er að finna hér.