Vel sóttir örfyrirlestrar um endurnýjanlegt innlent eldsneyti

Græna orkan og Nordic Marina stóðu fyrir örfyrirlestrum um endurnýjanlegt innlent eldsneyti síðastliðinn fimmtudag. Um fjörutíu manns tóku þátt  og hlýddu á sex fyrirlestra:

Gestir voru áhugasamir og spurðu fyrirlesara fjölmargra spurninga. Græna orkan og Nordic Marina vilja koma á framfæri þakklæti til fulltrúa fyrirtækjanna sem tóku þátt og þakka gestur fyrir skemmtilegar umræður.

Kynning á H2020 áætlun um umhverfi, loftslagsmál og auðlindir

Næstkomandi miðvikudag, 2. desember, verður haldin kynning á samstarfsáætlunum Evrópusambandsins um umhverfi, lofstlagsmál og auðlindir. Attilo Gambardella, verkefnisstjóri frá aðalskrifstofu áætlunarinnar í Brussel, mun kynna áætlunina. Kynningin verður haldin frá 14-16 í fundarsal á 6. hæð í Borgartúni 30. Aðgangur er ókeypis en áhugasamir eru beðnir að skrá sig til þátttöku fyrir 1. desember hér.

Örfyrirlestrar um endurnýjanlegt innlent eldsneyti og eldsneytiseftirlit

Græna orkan býður félögum til örfyrirlestra í Orkugarði fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 14.

Dagskráin verður eftirfarandi:

  • Eftirlit OS með endurnýjanlegu eldsneyti – Ágústa Loftsdóttir, Orkustofnun
  • Endurnýjanlegt metanól CRI – Benedikt Stefánsson, CRI
  • Framtíðar íblöndun í vistvænt eldsneyti – Sigurður Eiríksson, Íslenskt eldsneyti
  • Dísileldsneyti úr lífrænum úrgangi – Sigurður Ingólfsson, Lífdísill
  • Lífdísilvörur Orkeyjar – Teitur Gunnarsson, Mannvit
  • Metanframleiðsla Sorpu bs. Sjálfbærasti kosturinn? – Bjarni Hjarðar, Sorpa
  • Vistorka – veseni breytt í verðmæti – Guðmundur H. Sigurðarson, Vistorka
Reiknað er með að hver fyrirlestur taki um 10 mínútur og tími gefist fyrir 1-2 spurningar. Í lok dagskrár verða umræður og tækifæri til frekari fyrirspurna.
Aðgangur er ókeypis en skráning til þátttöku skal berast til amk@newenergy.is.

Norðursigling hlýtur verðlaun fyrir rafknúna hvalaskoðunarbátinn Opal

Norðursigling á Húsavík hlaut í liðinni viku silfurverðlaun World Responsible Tourism Awards 2015 fyrir Opal verkefni sitt, en Opal er rafknúinn hvalaskoðunarbátur, sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki hlýtur verðlaun á sýningunni World Travel Market.

Þá er einungis hálfur mánuður síðan fyritækið hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2015.

Sjá nánar á mbl.is og á vef Ferðamálastofu.

 

 

Vindknúnir Renault rafbílar á skosku Hebrides eyjum

Íbúar skosku Hebrides eyjanna eru vanir roki og hafa nú tekið sig til og beislað það. Pentland Road wind farm hefur sett upp sex vindmyllur sem framleiða rafmagn á Renault rafbíla. Rafbílana, sem eru af tegundinn Zoe og Kangoo, má svo leigja í lengri eða styttri ferðir um eyjarnar. Verkefnið hefur það að markmiði að útvega gestum og íbúum eyjanna endurnýjanlega orku og nýta til þess staðhætti.

Sjá nánar hér.

Renault Zoe electric car on the Outer Hebrides