Kia vetnisbíll á götuna fyrir 2020

Kóreski bílaframleiðandinn Kia telur vetni vera orkubera framtíðar og áformar að selja vetnisbíla sína á almennum markaði frá árinu 2020. Þangað til mun Kia framleiða 1000 slíka bíla á ári til prófana og auka smíði rafbíla og þannig smám saman draga úr framleiðslu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Sjá nánar í frétt mbl.isHybrid Cars og fréttatilkynningu Kia.

Kia hefur gert tilraunir með vetnisbílinn Borrego.

Noregspóstur kaupir 240 rafbíla

Norski pósturinn hefur nú fest kaup á 240 Renault Kangoo Maxi ZE rafbílum og verða þeir afhentir í vikunni í Osló. Er þetta liður í stefnu fyrirtækisins að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2020 miðað við losun þess árið 1990. Losun norska póstsins nemur um 1% af heildarkoltvísýringslosun konungsríkisins alls og hlýtur þessi aðgerð því að teljast mikilvægt skref í átt að takmarki norska póstsins.

Sjá nánar á mbl.is og hjá Renault.

Rafbílavæðing á Íslandi – ráðstefna 11. desember 2015

Föstudaginn 11. desember um Rafmagnsverkfræðingadeild Verkfræðingafélags Íslands (RVFÍ) standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í sal Arion banka, Borgartúni 19. Dagskráin verður sem hér segir:

13:00    Setning ráðstefnu, Kristinn Andersen, formaður VFÍ og ráðstefnustjóri.

13:10    Stefnumótun íslenskra stjórnvalda – Hvað hefur gerst?
Jón Björn Skúlason, framkv.stj. Íslenskrar nýorku.

13:30   Áhugi og hagsmunir neytenda.
Runólfur Ólafsson, framkv.stj. Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

13:50   Hraðhleðslustöðvar ON.
Jón Sigurðsson, viðskiptastjóri ON.

14:10   Sjálfbær uppbygging innviða fyrir rafbíla.
            Axel Rúnar Eyþórsson, e1.

14:30   Aðferð KPMG við nálgun sannvirðis.
Val Gautaborgar á milli dísel- og rafmagsstrætós.
            Gunnar Tryggvason, verkfræðingur hjá KPMG.

14:50   Kaffihlé

15:20   Kynningar bílaumboða og reynsla rafbílaeiganda.
            Bílaumboðin kynna það nýjasta í rafbílum.
Þórður Helgason, rafmagnsverkfræðingur og eigandi rafbíls.

16:10   Umræður og fyrirspurnir.
Ráðstefnuslit.

Sjá nánar hér, á síðu RVFÍ.

Mercedes Benz vetnisbíll í kortunum

Í dag eru það einungis Honda og Toyota sem bjóða upp á vetnisbíla en líklegt er að það breytist á næstu árum. Í tímaritinu Autocar kemur fram að Benz framleiðandinn muni kynna vetnisútgáfu af smájeppanum GLC á bílasýningunni í Frankfurt hausti 2017 og bíllinn verði kominn á götuna 2018.

Sjá nánar á mbl.is og Autocar.