Norðursigling tilnefnd til nýsköpunarverðlauna WTTC

Norðursigling á Húsavík hefur nú verið tilnefnd til WTTC Tourism of Tomorrow verðlauna. Fyrir rafmagnsskútuna Opal, er Norðursigling tilnefnd fyrir að vera fyrsta fyrirtæki heims til að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir. Þróun Opals sem umhverfisvæns báts fór fram með Rensea verkefni sem fjármagnað var af Nordic Innovation og var samstarfsverkefni Norðursiglingar og Bellona, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslenskrar NýOrku, Naust Marine, Lakeside Excursions, Wave Propulsion, Caterpillar og Clean eMarine.

Sjá nánar í frétt Nordic Innovation og Norðursiglingar.

Hlutfall vistvænna bíla í Noregi aldrei hærra

Markaðshlutdeild vistvænna bíla er hvergi hærri en í Noregi og voru þeir 17,1% (tæplega 26.000 talsins) nýskráðra bíla árið 2015. Söluhæstu tegundirnar voru VW Golf, Tesla model S, Nissan Leaf, BMW i3 og Renault Zoe en Norðmenn hafa náð gríðarlegum árangri í rafbílavæðingu bílaflota almennings undanfarin ár með veitingu hagrænna hvata á borð við niðurfellingu virðisaukaskatts og innflutningstolla, bílastæðagjalds og fleira.

Sjá nánar í frétt mbl.is.