Opið fyrir tilnefningar til verðlauna fyrir verkefni tengd sjálfbærri orku

Opið er fyrir tilnefningar til svokallaðra EU Sustainable Energy Awards sem heiðra framúrskarandi nýsköpunarverkefni á sviði orkusparnaðar og endurnýjanlegara orkugjafa. Á ári hverju er haldin vika sjálfbærrar orku innan Evrópusambandsing. Að þessu sinni verður hún haldin 13.-17. júní og eru verðlaunin tengd henni.

Sjá nánar um EU Sustainable Energy Week og verðlaunin með því að smella á hlekkina.

Home

Alþjóðleg ráðstefna um þróun bíl- og skipavéla knúnar metanóli

Græna orkan vill vekja athygli á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni um þróun bíl- og skipavéla knúnar metanóli, sem haldin er af Carbon Recycling International. Hún ber yfirskriftina Ráðstefna um þróun bíl- og skipavéla knúnar metanóli til að efla umhverfisvænar samgöngur á sjó og landi.

Ráðstefnan mun veita breiða sýn yfir nýsköpun sviði umhverfisvænni bíl- og skipavéla undanfarin misseri, en þróun tækni til að nýta metanól er hröð, ekki síst þar sem krafa um orkuskipti með sjálfbæru eldsneyti fer vaxandi, bæði í samgöngum á sjó og landi og í sjávarútvegi. Dagskrá má finna hér.

Ráðstefnan verður haldin þriðjudaginn 23. febrúar n.k. í Gullteigi á Grand Hotel, Reykjavík. Aðgangur er öllum opinn. Boðið verður upp á kaffiveitingar og léttan hádegisverð. Skráning til þátttöku skal berast í netfangið conference@cri.is.

Fyrirlesarar eru helstu alþjóðlegu sérfræðingar á sviði bílvéla og véla fyrir skip og báta sem knúnar eru metanóli, fjallað verður um sprengihreyfla, tengiltvinnbíla og efnarafala.

Efni ráðstefnunnar ætti að höfða til allra sem áhuga hafa á umhverfisvænni lausnum í samgöngum og í sjávarútvegi og verður þar varpað nýju ljósi á ögranir og möguleika á þessu sviði.

Þá verður hulunni svipt af fyrstu bílunum sem ganga fyrir hreinu metanóli, frá bílaframleiðandum Geely sem er hluthafi í CRI. Prófanir á þessum bílum eru að hefjast hér á landi, í samvinnu CRI, Geely og Brimborgar.

Meðal sérfræðinga á ráðstefnunni eru yfirmenn rannsókna og þróunar Geely bílaverksmiðjanna og Fiat Chrysler samsteypunnar, sem unnið hafa að þróun bílvéla fyrir metanól og helsti ráðgjafi Wärtsilä í Finnlandi sem er meðal þeirra fyrirtækja sem nú framleiða metanólvélar fyrir skip og báta. Þá tala m.a. sérfræðingar frá MIT háskólanum í Boston, Chalmers tækniháskólanum í Gautaborg, Ghent háskóla og tækniháskólanum í Kaupmannahöfn um stöðu og horfur í þróun véla og tæknibúnaðar.

Útblástur á líftíma rafbíla er lægri en hefðbundinna bíla

Allar götur síðan rafbílar komu á markað hefur verið deilt um hvort útblástur og mengun í loft, láð og lög vegna framleiðslu þeirra sé slíkur að hann ógildi kolefnissparnað þess að keyra á rafmagni í stað jarðefnaeldsneytis. Rétt er að útstreymi vegna framleiðsluferlisins er hærra fyrir rafbíla en hefðbundna bensín og dísilbíla en þegar á heildina er litið, líftíma þeirra, hafa rafbíla vinninginn. Rannsókn sem Union of Concerned Scientists vann og kom út í nóvember síðastliðnum staðfestir þetta, og niðurstöður fjölmargra annarra rannsókna sem kannað hafa sama viðfangsefni.

Útstreymi vegna framleiðslu Nissan Leaf var 15% hærra en fyrir framleiðslu bensínbíls af sömu stærð en 51% lægra á líftíma bílanna, miðað við að þeir væru keyrðir um 288.000 km.

Sjá nánar um niðurstöðurnar hér og skýrslu um rannsóknina sjálfa hér.

Image result for emissions

Umsóknarfrestur um styrk frá NORA er til 7. mars

Græna orkan vill vekja athygli á því að umsóknarfrestur um styrk frá NORA, Norræna Atlantssamstarfinu, er til 7. mars næstkomandi.  Styrkir eru veittir vegna verkefna sem unnin eru af fulltrúum frá að minnsta kosti tveimur af fjórum NORA löndum (Grænlandi, Íslandi, Strandhéruðum Noregs og Færeyjum) og heyra undir eitthvert áherslusviða þess 2012-2016:

  • efling sjávarútvegs og auðlinda hafsins
  • stuðningur við nýsköpun og fjölþjóðlegra tengslaneta um nýsköpun
  • stytting vegalengda innan NORA svæðis: innviðir,  upplýsinga- og samskiptatækni
Nánari upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér.

Nýjungar hjá Audi

Audi kynnti margar spennandi nýjungar á hinni árlegu bílasýningu í Detroit í janúar. Framleiðandinn mun á næstu árum meðal annars bjóða upp á bíla með öðrum aflgjöfum en jarðefnaeldsneyti, t.d. vetnisbílinn Audi h-tron quattro concept og tengiltvinnbílinn Audi Q7 .

Sjá nánar í frétt mbl.is hér.

Floti bandaríska sjóhersins notar 10% lífdísil

Bandríski sjóherinn heldur ótrautt áfram með áætlanir um að nota blöndu dísil og lífdísils á flota sinn, þrátt fyrir lágt olíuverð undanfarið. Sjóherinn fékk fyrir þremur árum styrk til þess að byggja þrjár hreinsunarstöðvar sem sjá áttu flotanum fyrir lífdísil en síðan þá hefur olíuverð fallið um 70% og gagnrýnisraddir orðnar háværar. Herinn lætur sig það engu skipta og segir ákvörðunina ekki einungis hafa verið tekna út frá umhverfisverndarsjónarmiðum heldur einnig hafi verið horft til þess að eldsneytissparnaður fækki ferðum í hafnir til áfyllingar og auki um leið orkusjálfstæði sitt.

Sjá nánar hér.

USS Princeton refuels with biofuel in 2012 [Image: U.S. Navy via Flickr]

Mynd: Herskipið USS Princeton fær lífdísiláfyllingu (US Navy á Flickr)

Rafstrætisvagnar í Chicago

Eftir að hafa reynsluekið tveimur strætisvögnum í heilt ár á götum borgarinnar, hafa samgönguyfirvöld í Chicago tekið ákvörðun um að fjárfesta í strætisvögnum sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Borgin mun festa kaup á 20-30 vögnum á næstu árum og endurnýja flota sinn smátt og smátt. Strætisvagnarnir eru framleiddir af New Flyer Industries, og keyra á 300 kWh liþíum rafhlöðu og hafa 80 mílna (~130 km)  drægi.

Sjá nánar hér.