Nissan þróar efnarafala fyrir etanól

Nissan tilkynnti nýverið að fyrirtækið ætlaði óhefðbundna leið miðað við marga keppinauta sína varðandi bifreiðar með efnarafala. Japanski bílaframleiðandinn hefur í hyggju að þróa efnarafala fyrir etanól í stað vetnis, sem Hyundai og Toyota hafa þegar gert. Nissan áætlar að bifreiðarnar verði komnar á almennan markað árið 2020.

Sjá nánar hér.

Þingsályktunartillaga um orkuskipti kynnt á vorþingi

Þingsályktunartillaga um orkuskipti var lögð fram á lokadögum vorþingsins til kynningar en hún er hluti af sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Tillagan er unnin í samstarfi við Grænu orkuna, samstarfsvettvang um orkuskipti og felur hún í sér markmið um orkuskipti á landi, láði og legi sem ná allt til ársins 2030.    Í tillögunni er aðgerðaráætlun í 25 liðum sem miða að því að draga kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og er m.a. stefnt að því að endurnýjanleg orka í samgöngum á landi verði 30% og 10% á hafi árið 2030.
Sjá þingsályktunartillöguna í heild sinni hér.

Nordic Energy Technology Perspectives 2016 kynning

Næstkomandi mánudag, 13. júní,  munu norrænir vísindamenn og Alþjóða orkumálastofnunin (IEA), kynna skýrslu um viðhorf til orkutækni og þróun orkumarkaðarins á Norðurlöndunum til ársins 2050.

Skýrslan, Viðhorf til orkutækni á Norðurlöndunum 2016 (Nordic Energy Technology Perspectives 2016) er norræn útgáfa af sambærilegri alþjóðlegri skýrslu.  Í skýrslunni kemur fram að í gegnum svæðisbundið samstarf geta Norðurlönd náð nánast kolefnishlutlausu orkukerfi árið 2050 og dregið úr kolefnisútblæstri í Evrópu með útflutningi á hreinni raforku.

Sjá nánar á síðu Orkustofnunar og NETP, dagskrá fundarins hér.

Skráning til þátttöku hér.