Ísland annað mesta rafbílaland Evrópu

Ísland er annað mesta raf­bíla­land Evr­ópu á eft­ir Nor­egi. Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um sem tekn­ar hafa verið sam­an af European Alternative Fuels Observatory. Þar er Ísland í öðru sæti á eftir Noregi, bæði hvað varðar hlutfall tvinnbíla (PEV) og hreinna rafbíla (BEV) á markaði.

Sjá nánar í frétt mbl.is og í fréttabréfi EAFO hér.

Nordic EV Summit 7.-8. febrúar 2017

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til þátttöku í Nordic EV Summit 2017 sem fer fram í Drammen í Noregi 7.-8. febrúar næstkomandi. Þar verður meðal annars fjallað um rafbílavæðingu á Norðurlöndum hingað til og frekari þróun rafbíla til framtíðar.

Sjá dagskrá hér og skráningu hér.

Bretar auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu

Bretar náðu á árinu 2016 nokkrum árangri í því að auka notkun endurnýjanlegra og lágkolefna orkugjafa í raforkuframleiðslu á kostnað jarðefnaeldsneytis. Á tímabilinu. frá júlí til september, var helmingur raforku landsins framleiddur með orku frá vindi, sól, viði eða kjarnorku. Á sama tímabili var hlutfall kola í framleiðslunni 3,5% miðað við 16,7% árið áður. Eru þessar breytingar liður í því að nálgast markmið um kolalaust Bretland árið 2025.

Sjá nánar í frétt Green Car Reports.