Hægt að draga úr kolefnisútblæstri vegna raforkuframleiðslu um 70% fyrir 2050

Alþjóðasamtök um endurnýjanlega orku (IRENA) segja mögulegt að draga úr kolefnisútblæstri vegna raforkuframleiðslu um allt að 70% fyrir árið 2050 og stöðva útblástur fyrir árið 2070. Er þessi samdráttur nauðsynlegur til þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C í samanburði við gildi fyrir iðnvæðingu.

Sjá nánar í grein Green Car Reports hér.

Innviðir fyrir rafbíla á Íslandi – Hvað er í boði?

Græna orkan býður til kynningarfundar fimmtudaginn 9. mars klukkan 13 í Orkugarði, Grensásvegi 9. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

13:00 Fundarstjóri býður gesti velkomna
13:10 Magnús Ninni, Íslenska Gámafélagið
Hleðslustöðvar
13:25 Óskar Davíð Gústavsson, Johan Rönning
Hleðslutæki fyrir rafbíla og rekstur þeirra
13:40 Ólafur Davíð Guðmundsson, Hlaða
Án hleðslu kemstu ekki neitt
13:55 Stefán Birnir Sverrisson, Leiðir Verkfræðistofa
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla og tengd þjónusta
14:10 Þorvarður Kristjánsson, GSG ehf
Uppsetning og frágangur á rafhleðslustöðvum
14:25 Kaffihlé
14:50 Bjarni Már Júlíusson, Orka náttúrunnar
Hvað hefur orka náttúrunnar fram að færa í
orkuskiptum?
15:05 Sigurður Ástgeirsson, Ísorka
Ísorka
15:20 Umræður
16:00 Fundarslit

Fundarstjóri verður Jón Björn Skúlason, verkefnastjóri Grænu orkunnar. Sjá einnig hér á Facebook viðburði.

Rafvæðing stórvirkra vinnuvéla

Flestir tengja stórar vinnuvélar við mikinn hávaða og mengun en mikil þróun til hins betra hefur þó átt sér stað í gera þær sparneytnari, umhverfisvænni og hljóðlátari. Nú þegar eru á markaði rafdrifnar vélar, t.d. frá þýska framleiðandanum Liebherr.

Í frétt á mbl.is segir Kristófer S. Snæbjörnsson hjá Merkúr frá Liebherr vinnuvélum sem ganga fyrir rafmagni. Þær þurfa þó að vera í sambandi enn sem komið er þar til rafhlöðutækni leyfir meiri orkugeymslu.

Rafmagnið setur ákveðnar skorður en skapar líka möguleika.

Úr frétt á mbl.is