Toyota veðjar á vetnið til framtíðar

Samkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni mun fjöldi rafbíla á götum heimsins ná 2 milljónum fljótlega og talið er að fjöldinn muni ná 9-20 milljónum fyrir árið 2020. Toyota bílaframleiðandinn, sem selur 10 milljónir bíla á ári, ætlar samt sem áður að veðja á vetni sem orkugjafa framtíðar, enda merkir Mirai, heiti vetnisbíls Toyota, framtíð.

Sjá nánar í frétt hér.

Ný áætlun ESB um vistvænar samgöngur

Ný áætlun ESB miðar að því að útblástur farþegabíla og sendiferðabifreiða á koldíoxíði dragist saman um 15% árið 2025 miðað við 2021 og 30% árið 2030. Með áætluninni er markmiðið að hvetja bílaframleiðendur til að auka framleiðslu vistvænna bifreiða með því að beita þá sektum sem ekki ná takmarki og verðlauna þá sem það gera.

Sjá nánar hér í frétt Climate Action.