BMW höfuðstöðvar minna á rafhlöður

Höfuðstöðvum BMW í München, sem löngum hafa verið kallaðar “sýlindrarnir fjórir” vegna útlits síns, var breytt nýlega, líklega til marks um stefnu stjórnenda BMW. Nú lítur byggingin út eins og fjórar rafhlöður og þar að auki stendur: Framtíðin felst í rafmagninu. Har­ald Krü­ger, stjórn­ar­formaður BMW Group, hefur einmitt sagt að stjórnin sé í eng­um vafa um þá staðreynd að raf­mótor­ar í bíl­um vísi veg­inn til framtíðar og ráði miklu um vel­gengni fyr­ir­tæk­is­ins.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Höfuðstöðvar BMW í München. Turnarnir fjórir minna á rafhlöður.

GreenFleet Magazine útnefnir Renault rafbílasmið ársins

 Green­Fleet Magaz­ine útnefndi Renault nýlega rafbílasmið ársins 2017. Verðlaun Green Fleet koma í kjöl­far fleiri verðlauna sem Renault hef­ur hlotið fyr­ir raf­­bíla sína, en What Car? út­nefndi Zoe besta raf­magns­bíl­inn 2017 og jafn­framt besta notaða raf­magns­bíl­inn 2018. Þá út­nefndi Autocar Zoe frum­kvöðul árs­ins 2017 og Par­kers kaus hann þann um­hverf­i­s­væn­asta 2018.

Sjá nánar í frétt mbl.is og CleanTechnica.