Shell telur vetni koma að samdrætti í útblæstri frá samgöngum

Í nýútkominni skýrslu Shell um framtíð orkumála á heimsvísu og hvernig bregðast megi við gróðurhúsaáhrifum, kemur fram að fyrirtækið telji að notkun vetnis muni nema um 10% af orkunotkun heimsbyggðarinnar í aldarlok. Þá segir einnig að vetni muni spila veigamikið hlutverk í samdrætti gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum.

Sjá nánár í frétt Guardian og tilkynningu frá Shell.

Raf­bíla­eig­end­ur hlaða flest­ir bíla sína á mesta álags­tíma

Raf­bíla­eig­end­ur hlaða flest­ir bíla sína á mesta álags­tíma raf­orku­kerf­is­ins. Sé raf­orku­álag­inu hins veg­ar stýrt get­ur Orku­veit­an vel annað 50.000 raf­bíl­um. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í loka­verk­efni Kristjáns E. Eyj­ólfs­son­ar til BS-gráðu í raf­magns­tækni­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Sjá nánar í frétt á mbl.is.

 

Fiat-Chrysler mun hætta framleiðslu dísilbíla árið 2022

Financial Times birti nýlega frétt þess efnis að Fiat-Chrysler hygðist greina síðar á árinu frá áætlun um hvernig fyrirtækið muni draga úr framleiðslu dísilbíla í áföngum fram til ársins 2022. Þetta á við mun alla bíla framleiðandans og talið er að meginorsökin sé samdráttur í eftirspurn en einnig aukinn kostnaður.

Sjá nánar í frétt FT og Climate Action.

Opið fyrir umsagnir um skýrsludrög starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis

5. febrúar 2016 skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið var að taka skattlagningu ökutækja og eldsneytis til endurskoðunar. Drög að skýrslu starfshópsins liggja nú fyrir.  Í skýrsludrögunum koma fram tillögur sem m.a. byggja á markmiðum um einfalt, réttlátt, samræmt og skilvirkt skattkerfi, stefna að orkusparnaði og aukinni nýtingu innlendra orkugjafa og stuðla að því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda og skaðlegra efna frá ökutækjum.

Í samráðsgátt má nálgast skýrsluna og senda umsögn.

Opið er fyrir innsendingu umsagna um drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis 23. febrúar til og með 16. mars 2018. Við hvetjum félaga Grænu orkunnar til að kynna sér drögin og senda umsagnir um málið.

Image result for alternative fuels