Hádegisfyrirlestur: Vetni í samgöngum á Íslandi

Fyrirlestur um vetni í samgöngum á landi var haldinn í dag, 30. maí og var þetta fjórða erindi ársins í fyrirlestraröð Orkustofnunar og Grænu orkunnar um orkuskipti.
Í þetta skiptið var umfjöllunarefnið vetni sem orkuberi í samgöngum. Margir muna eftir vetnisstöðinni sem starfrækt var við Grjótháls 2003-2012 en nú í júní mun Orkan opna þar nýja og öflugri vetnisstöð og aðra við Fitjar í Reykjanesbæ.
Dagskráin var þessi:

Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélaginsins:  Þáttur Orkunnar í orkuskiptunum
Heiðar J. Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi: Hyundai og vetnisbílar
Hörður Bjarnason, tæknifulltrúi Toyota á Íslandi

Vel á fimmta tug gesta hlýddu á fyrirlestrana og báru upp fjölmargar spurningar til fyrirlesara. Glærur verða birtar hér von bráðar.

Rafbíladagur IÐUNNAR laugardaginn 26. maí

IÐAN fræðslusetur stendur fyrir opnum rafbíladegi laugardaginn 26.maí kl 10-16 í Vatnagörðum 20. Boðið verður upp á fróðlega fyrirlestra um rafbíla, hleðslustöðvar, nýsköpun og umhverfismál. Allir velkomnir!Image may contain: one or more people and text

Rafmagnsstrætóar í fulla notkun sumarið 2018

Fjórir rafmagnsstrætisvagnar af gerðinni Yutong af fjórtán eru komnir til landsins og hafa verið í reynsluakstri undanfarnar vikur. Jó­hann­es Svavar Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, segist búast við að vagnarnir verði komnir í fulla notkun á áætlunarleiðum seint í sumar.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Er kolefnisgjald tímaskekkja?

Er kolefnisgjald tímaskekkja? Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís segir eftirfarandi í grein sinni í Viðskiptablaðinu:
Hvatning til orkuskipta er góðra gjalda verð en hún verður að vera í takti við raunveruleikann. Orkuskipti fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, ýmsan iðnað og atvinnutæki er ekki raunhæfur kostur sem stendur. Rafvæðing almennra ökutækja er heldur ekki raunhæfur kostur í dag þar sem bæði tæknin og innviðauppbygging er of skammt á veg komin.
Sjá greinina í heild sinni hér.

Ný stjórn Grænu orkunnar 2018-9

Nýir stjórnarmenn Grænu orkunnar, sem kosnir voru á aðalfundi félagsins 10. apríl síðastliðinn, tóku til starfa í dag. Það eru þau Auður Nanna Baldvinsdóttir, Landsvirkjun, sem jafnframt verður formaður stjórnar, Gunnar Valur Sveinsson, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sigurður Ástgeirsson, Ísorku. Fyrir sitja Ásta Þorleifsdóttir, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Benedikt S. Benediktsson, Fjármála- og efnahagsráðuneyti, Erla Sigríður Gestsdóttir, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Helga Barðadóttir, Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Gunnar Páll Stefánsson, Mannviti.

Stjórn Grænu orkunnar 2018-9 ásamt verkefnisstjórn. Á myndina vantar Ástu Þorleifsdóttur, Gunnar Pál Stefánsson og Helgu Barðadóttur.

Tillaga um takmörkun skipaumferðar um þrönga firði Noregs

Orku- og umhverfismálanefnd Noregs hefur ráðlagt Stórþinginu leyfa einungis umferð skipa sem gefa ekki frá sér CO2 útblástur um þrjá firði frá árinu 2026 til þess að stemma stigu við staðbundinni mengun. Stórþing Noregs hefur kallað eftir aðgerðaáætlun um hvernig megi draga úr mengun vegna stórra farþegaskipa og annarrar skipaumferðar á ferðamannastöðum en einnig til þess að innleiða tækni sem hefur lítinn eða engan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Kosið verður um tillögu þessa 3. maí.

Sjá nánar í frétt NCE Maritime CleanTech