Vetnisráðstefnan HFC Nordic í Reykjavík í október!

Norræna vetnisráðstefnan Nordic Hydrogen and Fuel Cell Conference verður að þessu sinni haldin í Reykjavík, nánar til tekið á Grand Hótel Reykjavík, dagana 9.-10. október næstkomandi.

Íslensk NýOrka, Hafið og Græna orkan koma að skipulagningu ráðstefnunnar hér á landi en það er Scandinavian Hydrogen Highway Partnership, samstarfsvettvangur norrænna fyrirtækja, samtaka og stofnana sem vinna að vetnistengdum málefnum sem stendur fyrir henni annað hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum fimm.

Sjá nánar hér: https://www.altenergy.info/#welcome-hfcnordic 

Óskað eftir tilnefningum til tvennra umhverfisverðlauna

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kallar eftir tilnefningum til Fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti. Bæði verða verðlaunin afhent á Degi íslenskrar náttúru, 16. september.

Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal skila til ráðuneytisins fyrir 24. ágúst næstkomandi. Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.