CRI hlaut umhverfisverðlaunin Energy Globe Awards

Íslenska hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hlaut nýverið verðlaunin Energy Globe Awards fyrir nýsköpun í þágu loftlagsverndar. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og einstaklingum sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum. CRI hlaut verðlaunin fyrir ETL tæknilausn sína sem talin er gagnast við að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum, minnka losun koltvísýrings frá margskonar iðnaði og stuðla að orkuskiptum í samgöngum.

Sjá nánar í fréttablaðinu.

Óskað eftir tilnefningum til tvennra umhverfisverðlauna

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Tilnefningarfrestur er til 24. ágúst næstkomandi.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.

Vetnisbíll ekur 536 á einum tanki

Líkt og kunnugt er voru í byrjun sumars opnaðar tvær vetnisstöðvar á vegum Orkunnar, ein í Reykjavík og önnur í Reykjanesbæ. Á sama tíma voru vígðir 10 nýir vetnisbílar sem aka nú um götur landsins.

Keilir var eitt þeirra fyrirtækja sem tryggði sér vetnisbíl af gerðinni Hyundai ix35. Nýverið ákváðu þeir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis og Helgi Dan Steinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Keili, að kanna hversu langt þeir kæmust á vetnistanki. Óku þeir eftirfarandi leið án viðkomu til að fylla á vetnistankinn: Ásbrú – Ártúnshöfði – Vík í Mýrdal (um Þrengsli) – Ásbrú (um Hellisheiði og Reykjavík). Þetta voru alls 536 km á einum tanki – geri aðrir betur!

Ökumaðurinn, Helgi Dan Steinsson t.v. og aðstoðarmaður t.h., Hjálmar Árnason