Hyundai í Svíþjóð framleiðir hlaðvörp um vetni

Á mánudaginn var frumflutti Hyundai í Svíþjóð fyrsta hlaðvarp (e. podcast) sitt um vetni. Tilgangurinn með því að bjóða upp á fræðslu um vetni sem orkubera er að auka þekkingu almennings og uppræta ýmsar mýtur sem fylgt hafa umræðu um tæknina. Hlaðvörpin verða tíu talsins og mun stjórnandinn, Mattias Goldmann, ræða við vísindamenn, stjórnmálamenn og ýmsa sérfræðinga um möguleika á notkun vetnis í dag, með það fyrir augum að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Hér má hlýða á fyrstu tvö hlaðvörpin.