Ford rafbílaeigendur ánægðir með sína bíla

Ford lét nýverið gera könnun meðal tíu þúsund viðskiptavina sem keypt höfðu rafbíl eða tvinnbíl frá fyrirtækinu. Þar kom fram að 9 af hverjum 10 hyggist ekki kaupa bíl sem knúinn er jarðefnaeldsneyti aftur, eða 92% rafbílaeigenda og 94% tvinnbíleigenda. Þátttakendur nefndu helst jákvæða akstursupplifun og jákvætt mat á vistvænni tækni sem ástæður fyrir þessari ákvörðun.

Sjá nánar í umfjöllun CleanTechnica og hér.