H2ME – Samevrópskt verkefni um vetni

Hydrogen Mobility Europe (H2ME), verkefni sem miðar að því að innleiða vetni í samgöngum á landi, var formlega hleypt af stokkunum nú í september mánuði, Verkefnið sameinar helstu vetnisbílaframleiðendur heims (Daimler, SymbioFCell, Hyundai, Honda, Intelligent Energy og Nissan) og framleiðendur innviða (Air Liquide, H2Logic, HYOP, Linde og fleiri). H2ME mun á næstu fjórum árum reisa 29 nýjar vetnisstöðvar í 10 löndum (Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi) og 200 bílar, að lágmarki, verða settir í umferð á tímabilinu.

Sjá nánar á vefsíðu H2ME