Útblástur á líftíma rafbíla er lægri en hefðbundinna bíla

Allar götur síðan rafbílar komu á markað hefur verið deilt um hvort útblástur og mengun í loft, láð og lög vegna framleiðslu þeirra sé slíkur að hann ógildi kolefnissparnað þess að keyra á rafmagni í stað jarðefnaeldsneytis. Rétt er að útstreymi vegna framleiðsluferlisins er hærra fyrir rafbíla en hefðbundna bensín og dísilbíla en þegar á heildina er litið, líftíma þeirra, hafa rafbíla vinninginn. Rannsókn sem Union of Concerned Scientists vann og kom út í nóvember síðastliðnum staðfestir þetta, og niðurstöður fjölmargra annarra rannsókna sem kannað hafa sama viðfangsefni.

Útstreymi vegna framleiðslu Nissan Leaf var 15% hærra en fyrir framleiðslu bensínbíls af sömu stærð en 51% lægra á líftíma bílanna, miðað við að þeir væru keyrðir um 288.000 km.

Sjá nánar um niðurstöðurnar hér og skýrslu um rannsóknina sjálfa hér.

Image result for emissions