Bretar auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu

Bretar náðu á árinu 2016 nokkrum árangri í því að auka notkun endurnýjanlegra og lágkolefna orkugjafa í raforkuframleiðslu á kostnað jarðefnaeldsneytis. Á tímabilinu. frá júlí til september, var helmingur raforku landsins framleiddur með orku frá vindi, sól, viði eða kjarnorku. Á sama tímabili var hlutfall kola í framleiðslunni 3,5% miðað við 16,7% árið áður. Eru þessar breytingar liður í því að nálgast markmið um kolalaust Bretland árið 2025.

Sjá nánar í frétt Green Car Reports.