« Back to Events

Hádegisviðburður GO og OS hlýtur viðurkenninguna “Viðburður í jafnvægi” frá KÍO

iCal Import
Start:
01/01/1970 00:00

Viðburður Grænu orkunnar og Orkustofnunar hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera viðburður í jafnvægi en um er að ræða viðurkenningu stjórnar Kvenna í orkumálum. Viðburðurinn sem hlýtur viðurkenninguna verður haldinn næstkomandi fimmtudag 22. nóvember í Orkugarði, Grensásvegi 9 kl. 11.30-13.00 og ber yfirskriftina Orkuskipti: þáttur fluggeirans og framtíðarhorfur.

Stjórn félagsins Konur í orkumálum hrinti nú í haust af stað verkefninu „Viðburður í jafnvægi“. Félagið hefur skoðað skiptingu kynja meðal fyrirlesara og fundarstjóra á viðburði GO og OS 22. nóvember og gleðst yfir því að kynjajafnrétti sé í hávegum haft. Félagið vill því lýsa því yfir að þessi viðburður flokkast sem „Viðburður í jafnvægi“ og hlýtur þar með Jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum.

Á vef félagsins Konur í orkumálum er hægt að lesa nánar um jafnréttisstimpilinn.