Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan
« Back to Events

Opinn samráðsfundur Grænu orkunnar 30. október

iCal Import
Start:
01/01/1970 00:00

Snemma í haust fól samstarfshópur ráðuneyta Grænu orkunni, Samstarfsvettvangi um orkuskipti, að móta tillögur að forgangsröðun verkefna er varða orkuskipti og útfærslu fjármagns fyrir árið 2020.

Græna orkan hefur undanfarnar vikur fundað með haghöfum með það fyrir augum að draga fram hvar mest er þörf á innviða uppbyggingu sem greitt getur fyrir orkuskiptum í samgöngum og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

Tillögurnar lúta að innviðalausnum er varða fólksbíla, hópbifreiðar, landflutninga og vinnuvélar og loks hafnir og haftengda starfsemi og verða kynntar í þessari röð á fundinum.

Áður en tillögum er skilað til starfshóps ráðuneyta, vill Græna orkan gefa almenningi og öllum þeim sem áhuga hafa á orkuskiptum tækifæri til að kynna sér efni þeirra á opnum fundi, veita umsögn og endurgjöf. Dagskráin verður eftirfarandi:

09:00 Kynning verkefnis
09:10 Kynning á starfi samstarfshóps ráðuneyta
09:15 Drög að tillögum fólksbílahóps kynnt
09:45 Drög að tillögum hópbifreiðahóps kynnt
10:15 Kaffihlé
10:30 Drög að tillögum hóps um landflutninga og vélar kynnt
11:00 Drög að tillögum um hafnir og skip kynnt
11:30 Almennar umræður og samantekt
12:00 Fundarslit

Samráðsfundurinn 30. október næstkomandi er öllum opinn og aðgangur ókeypis.