300 milljóna aukaframlagi varið til orkuskipta

close-up photo of gree nleaf

Búið er að útfæra nánar hvernig skiptingu 550 milljóna aukaframlags til loftslagsmála verður háttað, en upphæðin er hluti af sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar sem Alþingi samþykkti í lok mars til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.

Gert er ráð fyrir að 300 milljónum verði varið til verkefna vegna orkuskipta.

  • Um tveir þriðju þess fjármagns eiga að stuðla að frekari rafvæðingu hafna (210 milljónir)
  • Ráðist verður í úttekt á ávinningi innlendrar eldsneytisframleiðslu (10 milljónir)
  • Greindar verða hindranir og tækifæri svo hraða megi orkuskiptum í bílaflotum bílaleiga (20 milljónir)
  • Möguleikar til orkuskipta í þungaflutningum verða rannsakaðir (10 milljónir)
  • Eins verða styrkir veittir félagasamtökum til rafvæðingar gistiskála sem liggja utan almenna raforkukerfisins (50 milljónir)

Sjá nánar í frétt á ruv.is og vef Stjórnarráðsins. Græna orkan fagnar því að aukið fjármagn sé lagt til orkuskipta!