Græna orkan fundar á Akureyri

Græna orkan stóð fyrir opnum fundi í samvinnu við Orkusetur í Háskólanum á Akureyri þriðjudaginn 15 mai sl.

Mynd frá fundi Grænu Orkunnar á Akureyri 15.05.2012

Fundurinn sem bar heitið Orkuskipti í samgöngum var einkar áhugaverður og ágætlega sóttur.  Kolbeinn Marteinsson formaður Grænu orkunar setti fundinn og fjallaði í kjölfarið um hugmyndafræðina og stefnuna að baki Grænu orkunnar og hvar áherlsan liggi í framtíðinni. Sigurður Ingi hjá Orkusetri fjallaði um orkunýtni   í samgöngum og rakti jákvæðar breytingar á innkaupahegðun Íslendinga í kjölfar skattalagabreytinga á nýjum bifreiðum.

Jóhann Örlygsson frá Háskólanum á Akureyri fjallaði um rannsóknir Háskólans á Etanóli og mögulega frameiðslu þess hér á landi. Samkvæmt Jóhanni er mögulegt að framleiða Etanól til íblöndunar í bensín úr íslenskum lífmassa og standa frekari rannsóknir yfir.  Að endingu kom Freyr Ingólfsson frá Mannviti og fjallaði um möguleika Íslendinga til Metan og lífdíselsframleiðslu. Í máli  Freys kom fram að spennandi tækifæri eru fyrir hendi í framleiðslu á þessum orkugjöfum. Að endingu var fyrirspurnum svarað.