Ívilnanir fyrir visthæf ökutæki á Norðurlöndunum

Síðustu misseri hafa norræn fyrirtæki safnað saman upplýsingum um ívilnanir fyrir visthæf ökutæki í sínum heimalöndum sem hluti af norræna verkefninu INTELECT.

Lokaskýrsla þessa verkefnis hefur nú verið gerð aðgengileg almenningi á heimasíðunni www.orkusetur.is/intelect

Meginmarkmið verkefnisins er að styðja við innleiðingu visthæfra ökutækja – þó aðal áherslan sé á rafsamgöngur. Lokaskýrslan er tól fyrir þá sem vinna á þessu sviði og fyrir bílaframleiðendur til að sýna fram á þau áhrif sem ívilnanir hafa á norrænum markaði.

Skýrslan er auk þess hugsuð fyrir ríkis- og sveitastjórnir landanna en skýrslan gefur gott yfirlit yfir þær ívilnanir sem eru til staðar á Norðurlöndunum og hvaða áhrif þær hafa á kostnað við kaup og rekstur bifreiða.

Ein aðal áhersla verkefnisins var að búa til reiknivélar til að skilja áhrif ívilna á rekstrar- og eignarhaldskostnað bifreiða. Reiknivélarnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins og viljum við hvetja alla sem hafa áhuga að kynna sér málið og dreifa til annarra áhugasamra.