Ráðstefna 4. Október 2012

Við viljum benda ykkur á ráðstefnu sem verðu haldin í húsi Orkuveitu Reykjavíkur þann 4. Október 2012. Þetta er einstakt tækifæri til að fá upplýsingar um framgang mála á hinum norðurlöndunum en þau verkefni sem koma að ráðstefnunni eru INTELECT, No-Slone, RekkEVidde (öll styrkt af norrænu ,Energy and Transport’ áætluninni) og NAHA.

Ráðstefnan ber yfirskriftina ‘Electromobility in the North Atlantic Regions’ og er skipulögð af Íslenskri NýOrku, Grænu Orkunni og ofangreindum verkefnum (sjá frekari upplýsingar hér)

Skráningargjald er eftirfarandi:

Fyrir 20.september       9.900 kr

Eftir 20.september       13.900 kr

Áhugasamir eru beðnir um að senda skráningu á glk@newenergy.is með upplýsingum um Nafn, tölvufang og reiknisupplýsingar (reikningar verða sendir út þegar skráning er móttekin).

Við hvetjum ykkur eindregið til að láta þetta tækifæri ekki framhjá ykkur fara!