Vel heppnaður vinnufundur í síðustu viku

Vinnufundur/ráðstefna var haldinn á vegum Grænu Orkunnar þann 29. nóvember 2012 á Orkugarði, Grensásvegi 9. Heppnaðist vinnufundurinn vel, fyrirlesarar héldu sig nokkurnvegin við sett tímamörk og varð umræðan fjölbreytt og áhugaverð.

Dagskrá ráðstefnunnar.

Ráðstefnan var með svipuðu móti og sú sem var haldin í júní 2010 með svokölluðum örfyrirlestrum, þ.e.a.s. fyrirlesarar fengu einungis 8 mínútur til að koma efninu frá sér.

Eftir fyrirlestrana var almenn umræða um efni þeirra vinnuhópa sem Græna Orkan hefur stofnað til:

Vinnuhópur 1. Mennta- og öryggismál 

Vinnuhópur 2. Nýsköpun, rannsóknar og þróunarsjóðir 

Vinnuhópur 3. Íblöndunarefni í hefðbundið eldsneyti 

Vinnuhópur 4. Uppbygging innviða 

Vinnuhópur 5. Ívilnanir

Hér má finna samantekt þeirrar umræðu sem fram fór.

 

Fyrirlestrar voru úr mörgum áttum og um mjög fjölbreytt efni, má finna glærur fyrirlesara hér fyrir neðan:

1. Erla S. Gestsdóttir, Græna Orkan: Innleiðing tilskipunar um endurnýjanlega orkugjafa

2. Ólafur Bjarnason, Reykjavíkurborg: Reykjavíkurborg – stefna – staða

3. Valur Ægisson, Landsvirkjun: Stefna Landsvirkjunar í samgöngumálum

4. Gísli Gíslason, EVEN: Verkefni EVEN

5. Sigurður Ástgeirsson, Vélarmiðstöðin, Staða verkefna

6. Guðrún Lilja Kristinsdóttir, ÍNO: Verkefni Íslenskrar NýOrku

7. María H. Maack, HÍ: Kostnaður við dreifingu í samgöngum

8. Gunnar Pétur Hauksson, RAMP

9. Magnús Ásgeirsson, N1: Framtíðarsýn, valkostir og innviðir