Rafbílar aðgengilegri á Íslandi

Rafbílar eru að verða fyrirtækjum og almenningi aðgengilegri en samkvæmt frétt sem birtist á mbl.is fer Volt rafbíllinn í sölu á næstunni og auk þess er nú mögulegt að leigja rafbíl hjá Thrifty bílaleigunni samkvæmt visir.is.

Í lok ársins 2012 var síðan stofnað rafbílasamband Íslands, en um 20 rafbílar eru nú þegar á Íslandi. Samkvæmt Gísla Gíslasyni stefnir sambandið að því að verða samtök eigenda og söluaðila á rafbílum og vörum og þjónustu þeim tengdum.