Tíu nýjar hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla

Orkuveita Reykjavíkur, BL og Nissan undirrituðu í dag samning um uppbyggingu hleðslustöðvanets fyrir rafbíla á Íslandi. Nissan og BL leggja fram hraðhleðslustöðvarnar og ákveðna fjárhæð til uppsetningar þeirra. Orkuveitan mun sjá um staðarval, uppsetningu og rekstur stöðvanna í tvö ár að minnsta kosti. Gert er ráð fyrir að fyrstu stöðvarnar geti verið komnar í gagnið í haust. Vonir eru bundnar við að þetta samstarf stórauki notagildi rafbíla á landinu, en á þessum stöðvum verður hægt að hlaða rafbíla um 80% á 30 mínútum. Þjónustan verður ókeypis fyrst um sinn. Fyrirhugað er að byggja hraðhleðslustöðvarnar á aðgengilegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannabyggðum.

Endanleg ákvörðun um staðsetningu hraðhleðslustöðvanna verður tekin á næstu vikum og mánuðum. Haft verður í huga að þær auki  vegalengdina sem hægt er að ferðast á rafbílum og auðveldi notendum að ferðast áhyggjulaust.

Fram kemur í fréttatilkynningunni að hraðhleðslustöðvarnar eru af gerðinni DBR. Þær fylgja svonefndum CHAdeMO staðli og verða aðgengilegar öllum rafbílum sem uppfylla þann staðal. Þær hafa verið settar upp í löndum eins og Noregi, Frakklandi, Bretlandi og víðar.

Sjá fréttina í heild sinni á heimasíðu OR.

Við undirskriftina í morgun, frá vinstri: Erla Gísladóttir forstjóri BL, Bjarni Bjarnason forstjóri OR og Frederic Subra