Fréttaflutningur í kjölfar ráðstefnu Grænu orkunnar

Í kjölfar ráðstefnu Grænu orkunnar um vistvænar samgöngur í síðustu viku birtist eftirfrandi grein í bílablaði Morgunblaðsins:

http://www.mbl.is/bill/frettir/2014/09/23/framtid_vistvaenna_bila_radin/

Í greininni er m.a. vitnað í Ragnheiði Elínu Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra: „Ákvörðun hef­ur verið tek­in og íviln­an­irn­ar verða fram­lengd­ar“. Þessi yfirlýsing er mikið fagnaðarefni fyrir okkur sem vinnum að aukinni notkun vistvænnar orku í samgöngum. Vonandi munu stjórnvöld í kjölfarið marka sér langtímastefnu í þessum efnum eins og frændur okkar í Noregi hafa gert, enda leynir árangurinn sér ekki þar.