Rafbílavæðing á Íslandi – ráðstefna 13. nóvember 2014

Rafbílavæðing á Íslandi – ráðstefna 13. nóvember 2014

Fimmtudaginn 13. nóvember 2014 mun Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaðila. Þar gefst einstakt tækifæri til að fá yfirsýn yfir spennandi málefni þar sem margt er í deiglunni. Dagskráin er metnaðarfull og á staðnum verða rafbílar til sýnis og prufuaksturs.  Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50,000 rafbílum í notun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis.  Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19,  kl. 13 -17:30. Mikill áhugi er á ráðstefnunni og áhugaaðilum um rafbíla bent á að tryggja sér sæti og skrá sig sem fyrst á skrifstofa@verktaekni.is eða í síma: 535 9300. Ókeypis er á ráðstefnuna sem er á íslensku nema erindi hins norska fyrirlesara sem er á ensku.